Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 116
114
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
SJÓSLYS OG DRUKKNANIR
frá maí 1987 til maí 1988
Leiði óþekkta sjómannsins.
1987
11. júní drukknaði Ragnar Jóhann
Alfreðsson, 33ja ára, Efstahrauni 16,
Grindavík, er hann féll útbyrðis af
báti sínum, sem fannst á reki 12. júní.
Mikil leit fór fram án árangurs. Hann
lætur eftir sig sambýliskonu og tvo
syni.
2. september drukknuðu tveir menn,
— Guðfinnur Þorsteinsson, 36 ára,
Brekkustíg 20, Vestmannaeyjum og
Óli Sigurjónsson, 47 ára, Foldar-
hrauni 37, Vestmannaeyjum, — er
vb. Hvítingur VE 21, 11 tonn, fórst í
róðrisuðausturaf Eyjum. Báðirvoru
þeir einhleypir.
4. september drukknaði Pétur Þór
Magnússon, 30 ára, Einilundi 1,
Garðabæ, er hann ætlaði að synda að
skútu sinni, sem lá um 200 metra frá
landi við Siglingaklúbbinn Vog í
Garðabæ.
26. október lést Jón Bragi Ásgríms-
son, 25 ára, Svalbarði, Borgarfirði
eystra, háseti á v.s. Akurey, SF 31 frá
Hornafirði, er hann varð fyrir drátt-
artaug, sem slitnaði þar sem skipið
var að síldaveiðum á Loðmundar-
firði. Hann var einhleypur.
1988
8. janúar drukknuðu tveir menn, er
vb. Bergþór KE 5, 56 lestir, frá
Keflavík, fórst norðvestur af Garð-
skaga. Þeir hétu: Magnús Geir Þór-
arinsson, 50 ára, skipstjóri og eigandi
bátsins, Óðinsvöllum 1, Keflavík;
lætur eftir sig eiginkonu og þrjú upp-
komin börn. Og Elvar Þór Jónsson,
30 ára, matsveinn, Tunguvegi 10,
Ytri Njarðvík; lætur eftir sig sambýl-
iskonu, tvö börn og fósturdóttir.
12. mars drukknuðu þrír menn, er
vb. Knarrarnes KE 399, 11 tonn frá
Keflavík, fórst norðvestur af Garð-
skaga. Þeir hétu: Gunnlaugur Þor-
gilsson, skipstjóri, 41 árs, Hjallavegi
1, Ytri Njarðvík; lætur eftir sig þrjú
börn. Árni Gunnlaugsson, 21 árs,
sonur hans, Hólagötu 5, Ytri Njarð-
vík; einhleypur; — og Birkir Frið-
björnsson, 18 ára, Garðavegi 2,
Keflavík; einhk.ypur.
14. mars lést Gunnar Þorkell Jóns-
son, 23 ára, háseti, Sléttahrauni 28,
Hafnarfirði, er hann féll af landgangi
eins leiguskips Eimskips, þar sem
það var í þurrkví í Rotterdam, Holl-
andi. Hann var einhleypur.
(Frá Slysavarnafélagi íslands).