Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 76

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 76
74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Gamli bærinn endurbyggður til vinstri: Þar var eldhús og matsalur barnaheimilisins, þvottahús og bústaður forstöðukonu. Til hægri eru skálarnir tveir þar sem börnin sváfu. I baksýn má sjá grilla í nokkra sumarbústaðina. meö aðgát niður Kiðabergsveg og að Hestvatni, fengum bát að láni og fór- um með krakkana út á vatnið. Þar sem ég var eini karlmaðurinn í hópn- umm lenti það á mér að róa — og ég man nú ekki hvað ferðirnar urðu margar, en mæddur var ég þegar degi lauk og allir krakkarnir höfðu fengið sína bátsferð. En rekstur barnaheimilisins gerði aldrei meira en rétt að standa undir sér og síðustu árin var það rekið með umtalsverðu tapi. Sjálfum fannst okkur verðinu mjög í hóf stillt, a.m.k. miðað við það sem gerðist og gekk á öðrum sumardvalaheimilum, en talsvert var þó um það að fólki fyndist of dýrt að senda börnin til okkar og aðsókn fór minnkandi eftir því sem á leið. Húsmæður reiknuðu sér þá gjarnan dvalarkostnaðinn til tekna og kusu fremur að verja fénu til sólarlandaferða og hafa þá börnin með sér, en á þessum árum jókst mjög framboð á alls kyns ódýrum utanlandsferðum. En það var líka talsvert um það að fólk óskaði ein- dregið eftir því að við héldum rekstri heimilisins áfram. Eiginkonur far- manna vildu t.d. margar geta átt kost á því að fara einar í ferð með mönnum sínum í sumarfríum þeirra og meðal annars til að koma til móts við þær fórum við að taka við börn- um í þann tíma sem nánast var óskað eftir, en ekki einvörðungu í þær 4 eða 6 vikur svo sem dvalartíminn hafði áður verið. Þetta hafði hins vegar þær afleiðingar í för með sér að alltof ör skipti urðu á krökkunum og starfsfólkið kvartaði sáran undan því að börnin næðu ekki saman. Það var því í mörg horn að líta. Pá þurft- um við að sækja um starfsleyfi til yfirvalda á hverju vori og þau settu fram síauknar kvaðir um aðbúnað, fjölda lærðra fóstra o.s.frv. sem við áttum erfitt með að uppfylla. Fóstr- urvorut.d. fámennstéttíþá daga og ekki hlaupið að því að ráða þann fjölda sem tilskilinn var. Allt þetta ásamt geysilegri hækkun rekstrar- kostnaðar vegna mikillar verðbólgu, gerði okkur ókleift að halda áfram rekstrinum, og sumarið 1981 var síð- asta árið sem barnaheimilið var í fullum rekstri. Það hafði líka sitt að segja að styrkir ríkis og borgar til barnaheimilisins minnkuðu stórlega síðustu árin. Síðan hafa komið upp ýmsar hug- myndir um nýtingu húsanna að Hrauni, svo sem að reka þar vinnu- skóla fyrir unglinga eða bora fyrir heitu vatni og hefja ræktun græn- metis fyrir Hrafnistu-heimilin. Eitt vorið settum við reyndar niður helj- armikið af kartöflum og fengum lán- aðar afkastamiklar upptökuvélar í sumarlok, en uppskeran brást því miður algerlega og var vondum jarð- vegi kennt um. Við höfum reynt að halda húseignunum við, svo að þær grotnuðu ekki niður og skálana höf- um við stundum lánað, m.a. til ætt- armóta og þarna hafa líka ýmsir trú- flokkar og íþróttahópar fengið að dvelja um lengri eða skemmri tíma, — en það verður að segjast eins og er, að það hefur ekki gefist ýkja vel að lána húseignirnar þannig út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.