Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 233

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 233
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 231 Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson þarf. Hann og félagar hans eru á staðnum og gjörþekkja aðstæður. Við þurfum ekki að segja þessum vönu mönnum fyrir verkum eða hvað þeir eigi að gera. Við leit á sjó höfum við samstarf við Landhelgisgæsluna; undantekn- ingarlaust látum við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vita þegar við erum kallaðir til leitarstarfa; og ef varðskip er nálægt vettvangi, tekur það að sér yfirstjórn leitar og skipu- leggur hana. Ef ekki, þá veljum við af reynslu okkar gagnkunnugan skipstjóra til að stjórna leitinni. F>að hefur aldrei staðið á sjómönnum við leitarstörf og er óhætt að segja að íslenskir bátasjómenn hafi lagt fram stærstan skerf til leitar á hafinu. Ekki má gleyma björgunarsveit varnarliðsins, sem alltaf hefur verið boðin og búin til þess að rétta okkur hj álparhönd. Hercules-leitarflugvél- arnar og hinar stóru björgunarþyrlur varnarliðsins hafa verið okkur ómet- anlegar — og ég fullyrði að með hinu ágæta samstarfi Slysavarnafélagsins og varnarliðsins hafi tekist að bjarga fjölda manna, sem ella hefði ekki verið unnt að koma til hjálpar. Starfsmenn strandarstöðvanna og Tilkynningarskyldunnar gegna lykil- hlutverki við leitarstörf; við höfum ávallt haft mikil not af ríkisútvarpinu — og þá má nú ekki gleyma hinum yndislegu starfsstúlkum á langlín- unni hjá Landssíma íslands, sem gerðu oft á tíðum kraftaverk áður en sjálfvirka kerfið var tekið í notkun. Uppúr miðjum janúar 1968 fór ég í erindrekstur vestur á firði. Við hliðina á mér í flugvélinni vestur sat breskur sjó- maður, nýkominn frá Englandi og átti að fara um borð í torgarann Kingston Peridot frá Hull sem beið hans á ísafirði. Þetta var viðkunnan- legur maður — og þegar við kvödd- umst á flugvellinum á ísafirði óraði mig ekki fyrir að viku síðar þyrfti ég að standa fyrir dauðaleit að honum og skipsfélögum hans á Kingston Peridot. Eg fór víða um Vestfirði og varð- skipin skutluðu mér milli fjarða, eins og oftar. En ég ætlaði landleiðina frá Bíldudal til Patreksfjarðar. Þegar ég hélt fundinn á Bíldudal var einstakt blíðviðri, glampandi sólskin og fjall- vegurinn Hálfdán alveg fær, svo ég ákvað að fara ekki fyrr en daginn eftir til Patreksfjarðar. En þegar ég vaknaði um morguninn var skollinn á svo kolsvartur bylur að það sást ekki á milli húsa, og allt kolófært. Ég hafði strax samband við Landhelgis- gæsluna og vinir mínir þar sögðu mér að varðskipið Albert væri í mynni Dýrafjarðar og þeir skyldu athuga hvort þeir kæmu boðum til hans um að snúa við og flytja mig til Patreks- fjarðar. Þetta reyndist til mikils góðs, því er leið á daginn tók að spyrjast að ekki hefði náðst samband við bátinn Ver frá Bíldudal og það var afráðið að Albert skyldi svipast um eftir Ver. Það var enn versta veður þegar við héldum út. Skipherra á Albert var þá Helgi Hallvarðsson og stýri-. maður Þorvaldur Axelsson. Er við komum suður fyrir Kópanesið á Pat- reksfjarðarflóann var norðaustan 8- 10 vindstig, mikil snjókoma og slæmt skyggni. Þorvaldur var á vaktinni og við vorum að bræða það með okkur hvort ætti að kalla báta út til leitar. En allt í einu sá Þorvaldur ljós- bjarma í gegnum snjómugguna og tókst að taka miðun í þessu slæma skyggni. Síðan var siglt eftir miðun- inni og stuttu seinna blasti við okkur gúmmíbátur með fimm manna áhöfn Vers innanborðs. Ver hafði orðið fyrir áfalli tvær mílur undan Kópanesi og sokkið. Áhöfninni tókst að komast klakk- laust í björgunarbátinn, en loftnetið á neyðarstöðinni hafði brotnað, svo að þeir gátu ekki sent út. Skipverj- arnir voru hinir hressustu, en dálítið slæptir af kulda. Skipstjórinn á Ver sagðist hafa ætlað að skjóta upp svif- blysi, það eru stóru fallhlífarflugeld- arnir sem fara í þúsund feta hæð, en fyrir einhverja óskiljanlega tilviljun hafði hann gripið um handblysið og notað það. Ef hann hefði skotið upp svifblysinu er útilokað að við hefð- um greint það um borð í Albert í því skyggni sem var. Ég hef oft velt þessum tilviljunum öllum fyrir mér. Fyrst að lokast inni á Bíldudal í stað þess að fara kvöldið áður, svo að fá Albert til að koma inn í stað þess að bíða af mér veðrið, og loks að skipstjórinn skyldi nota handblys í stað svifblyss eins og flest- ir hefðu eflaust gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.