Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 217
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
215
BRÝNT AÐ EFLA SKÓLANN OG SKAPA HONUM
FJÁRHAGSLEGAN GRUNDVÖLL
RÆTT VIÐ þORVALD B. AXELSSON
Reynslan sýnir aö ekkert
kemur í veg fyrir slys á sjó,
nema árvekni, dómgreind
og kunnátta sjómanna sjálfra,“ voru
einkunnarorð Öryggismálanefndar
sjómanna í eftirminnilegri áróðurs-
herferð sem nefndin stóð fyrir í
fjölmiðlum. Matthías Bjarnason,
þáverandi samgönguráðherra, skip-
aði nefndina í mars 1984 og í henni
sátu níu alþingismenn undir forystu
Péturs Sigurðssonar, formanns Sjó-
mannadagsráðs. Öryggismálanefnd-
in lét mjög að sér kveða og er gerð
ítarleg grein fyrir störfum hennar í
Sjómannadagsblaðinu 1986 og 1987.
í einni af tillögum nefndarinnar var
komist svo að orði:
„Þegar á þessum vetri [þ.e. 1984-
85] verði komið á fót námskeiðum,
sem haldin verða í helstu verstöðv-
um landsins. Að því skuli stefnt að
viðurkenning frá slíkum námskeið-
um verði skylda til að fá lögskrán-
ingu á skip. Þar verði kenndar ör-
yggis-, bruna- og slysavarnir, reyk-
köfun, auk notkunar björgunarbún-
aðar og almenn sjómennska.
Sérhæfð námskeið fyrir áhafnir
verslunar- og farþegaskipa verði
haldin í Reykjavík.“
I kjölfar mikillar ráðstefnu um ör-
yggismál sjómanna, sem haldin var í
Reykjavík í september 1984, var
Slysavarnafélagi íslands falið að sjá
um slíka öryggisfræðslu meðal sjó-
manna — og tveimur mánuðum síð-
ar var Þorvaldur B. Axelsson ráðinn
til félagsins til þess að annast undir-
búning að stofnun Slysavarnaskóla
sjómanna.
Þorvaldur var gagnkunnugur
þessum málum, hafði verið skip-
stjórnarmaður hjá Landhelgisgæsl-
unni í 25 ár, og kynnt sér þau sér-
staklega, m.a. í Danmörku, Bret-
landi og hjá bandarísku
strandgæslunni. Til frekari fræðslu
fór hann á vegum Slysavarnafélags-
ins til Noregs og kynnti sér öryggis-
fræðslu fyrir fiskimenn í Sikkerhets-
oplæring for fiskere og einnig starf-
semi slysavarnaskóla norska ríkisins
í Haugasundi, Statens Havarivern-
Sæbjörg og Óðinn á siglingu inn Eyjafjörð í maí 1987.