Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 72
70
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ORLOFSHÚS SJÓMANNA í GRÍMSNESI
RÆTT VIÐ GUÐMUND HALLVARÐSSON
s
Ieina tíð rak Sjómannadagsráð
sumardvalarheimili fyrir börn
í heimavistarskólanum að
Laugalandi í Holtum. „Starfsemi
þessi varð strax vinsæll,“ segir í
gömlu Sjómannadagsblciði, „og nutu
nær 90 börn lengri eða skemmri
dvalar síðasta sumarið. Munaðar-
laus börn sjómanna, og þau sem
bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður
nutu forgangsréttar að dvöl. Enn-
fremur hafði mörg sjómannskonan
möguleika á sumarleyfi með manni
sínum vegna tilvistar þessa heimil-
is.“
En eftir nokkurra ára starfrækslu
heimilisins var Sjómannadagsráði
sagt upp húsnæðinu að Laugalandi
og ekki reyndist unnt að finna annað
hentugt leiguhúsnæði. Þá hafði Pét-
ur Sigurðsson, formaður Sjómanna-
dagsráðs, forgöngu um að Sjó-
mannadagurinn festi kaup á 740
hektara jörð austur í Grímsnesi, þar
sem áður hafði verið land bæjarins
Hrauns eða Hraunkots, með það
fyrir augum að hefja þar rekstur
barnaheimilisins á nýjan leik en jafn-
framt að skapa þar aðstöðu til orlofs-
dvalar sjómanna. Pað var mikil
framsýni sem bjó að baki þessum
kaupum - og ekki voru allir á eitt
sáttir um þau í Sjómannadagsráði.
Núverandi formaður Barnaheim-
ilissjóðs Sjómannadagsins er Guð-
mundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Guðmundur er Snæfellingur í
báðar ættir, en fæddur í Reykjavík,
7. desember 1942, sonur Guðfinnu
Lýðsdóttur og Hallvarðs Rósinkars-
sonar vélstjóra. Guðmundur fór
snemma á sjóinn, var háseti á flutn-
ingaskipum og varðskipum, en lauk
prófi úr farmannadeild Stýrimanna-
skólans 1966 og var síðan stýrimaður
á vitaskipinu Arvakri uns hann fór í
land. Hugur Guðmundar tók
snemma að hneigjast að félagsmál-
um; á sjómannsárum sínum sótti
hann ýms námskeið í landi um sjáv-
Svona líta þau út, orlofshús sjómanna í landi Sjómannadagsráðs austur í Grímsnesi.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson