Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 41

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 41
WíSk SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39 Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson stjórn Hrafnistu, drög að því að hrinda þessum breytingum í fram- kvaemd — og þær hafa nú staðið yfir í meira en tíu ár. Þetta viðreisnar- starf, sem ég vil svo kalla, er einhver ánægjulegasti þáttur í starfi mínu sem forstjóri Hrafnistu, að sjá allar þær breytingar sem ég gerði mér í hugarlund þegar ég tók við starfinu smám saman verða að veruleika. Með síhækkandi meðalaldri hefur fjölgað mjög háöldruðu fólki og far- lama og til að veita því sem besta aðhlynningu hér á heimilinu var brýnt að stórfjölga hjúkrunarfræð- ingum og öðru faglærðu starfsfólki. Þessu fylgdi auknar kröfur um kaup á margvíslegum hjálpartækjum og þá komu til skjalanna ýmis félaga- samtök, svo sem líknarfélög, Kiwan- is- og Lion-klúbbar, ásamt aðildar- félögum Sjómannadagsins, sem gef- ið hafa stórfé til heimilisins, aflað fjár með fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi til kaupa á hjúkrunarrúmum, setu- böðum og margskonar þjálfunar- og endurhæfingartækjum — ogekki má gleyma að allan þann tækjabúnað, sem þurfti til starfs meinatæknis á heimilinu, fengum við að gjöf. Og til þess að fá pláss fyrir alla þá þjónustu sem nú er talið tilhlýðilegt að veita öldruðum, þá varð að fækka vistplássum verulega. í minni tíð hefur vistplássum fækkað hvorki meira né minna en um eitt hundrað, og á enn eftir að fækka í risi einnar álmunnar. Við stefndum að því að leggja niður öll kjallara- og ris- herbergi fyrir vistmenn og nýta það pláss allt til þjálfunar, föndurs o.s.frv. Hér vestan við heimilið höfum við reist 18 hjónaíbúðir við Jökulgrunn og auk þess eru 18 hjónaherbergi á Hrafnistu sjálfri. Gangurinn er oft sá að hjón eru kannski mörg ár í hjóna- íbúð í Jökulgrunni, síðan nokkur ár í hjónaherbergi á Hrafnistu, þegar það er orðið öðru þeirra, eða báð- um, erfitt að labba daglega yfir á Hrafnistu í matinn, og loks í einstak- lingsherbergi þegar annað hjónanna veikist og þarf að leggjast inn á hjúkrunardeild. Það hefur verið all- mikil utanaðkomandi ásókn á hjúkr- unardeildir Hrafnistu — en það hef- ur verið okkar stefna að hjúkrunar- deildin ætti fyrst og fremst að vera fyrir vistmenn Hrafnistu, þannig að þeir geti ávallt átt vísan stað á heim- ilinu. Það nær ekki nokkurri átt að rífa gamalt fólk upp og senda það út í bæ eins og eitthvert númer í tölvu- skrá þangað sem það hefur ekki náð að festa rætur og þekkir engan, hvorki starfsfólk né aðra sjúklinga. Þetta er að sjálfsögðu eina rétta stefnan í málefnum aldraðra, að það sé annast um fólkið undir sama þaki frá því það kemur á dvalarheimili og þar til yfir lýkur. Núna dvelja 355 vistmenn á heim- ilinu á tveimur deildum: 232 á vist- deild og 123 á hjúkrunardeild. Biðlistar okkar hafa alltaf verið langir. Við leitumst við að hafa sam- band við þá sem bíða eftir plássi, bjóðum þeim í heimsókn og kynnum fyrir þeim heimilið, sýnum hvað það hefur upp á að bjóða. Við höfum reynslu fyrir því að þetta veitir ein- staklingnum öryggi og hann finnur að hann getur vænst þess að eiga hér innskot ef hann þarf nauðsynlega á því að halda og að öðrum kosti vísan samastað þegar röðin kemur að hon- um. Við höfum eðlilega reynt að láta sjómenn og sjómannsekkjur njóta forgangs, en einnig þá sem unnið hafa að slysavarnamálum, svo og út- gerðarmenn og verkafólk við fisk- vinnslu. En að sjálfsögðu höfum við leyst vanda fjölmargra úr öðrum stéttum. Af vistmönnum eru nú 141 sjómaður og 116 sjómannskonur, en 98 úr öðrum stéttum. Okkur hefur tekist að reka Hrafnistuheimilið fyrir mun lægri gjöld en sam- bærilegar stofnanir sem reknar eru á vegum opinberra aðila. En hér er margt handtakið. Við höfum alla tíð lagt höfuðáherslu á að vera sjálfum okkur nógir með flest það sem snert- ir heimilishaldið. Við eldum að sjálf- sögðu okkar eigin mat, rekum okkar eigið bakarí og eigin kjötvinnslu; okkar iðnaðarmenn vinna að öllu viðhaldi, lagfæringum og breyting- um, innan húss og utan. A heimilinu er geysistórt þvottahús og í tengslum við það saumastofa þar sem gert er við fatnað vistmanna. Við rekum okkar eigið apótek, sjáum um lyfja- dreifingu, og bjóðum upp á heilsu- rækt fyrir vistmenn, fótsnyrtingu, klippingu og hárlagningu. Einnig er hér heilsugæsla þar sem 2 læknar heimilisins starfa og fjöldi sérfræð- inga kemur hér reglulega, og á heim- ilinu er auk þess meinatæknir í fullu starfi. Þá starfrækja vistmenn sjálfir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.