Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 31
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
11
en Stalin og hinir aðrir miðstjórnendur voru á móti. Deilunni
lauk í október síðastliðnum án þess að til nokkurs klofnings
kæmi innan flokksins, og varð stefna Stalins ofan á. Hann
hefur látið í ljós, að ekki megi þrengja kosti bændanna, ef
innanlandsfriðnum eigi ekki að verða hætta búin, og viðþaðsitur.
Frá Þjóð-
verjum.
Merkasti viðburðurinn í Þýzkalandi árið sem
leið er ef til vill upptaka þýzka ríkisins í
Þjóðabandalagið síðastliðið sumar og, sam-
vinna sú, sem er að komast á milli Þjóðverja og Frakka. í upp-
töku Þýzkalands í Þjóðabandalagið felst viðurkenning fyrir því,
að þýzka ríkið eigi að vera jafnrétthátt öðrum ríkjum innan
bandalagsins, og jafnframt dregur óðum úr gömlum ríg. Utan-
ríkisráðherra Þjóðverja, Stresemann, hefur unnið kappsamlega
að því að fá dregið úr hinum hörðu friðarskilmálum, sem
Þjóðverjum voru settir. Hann heldur því fram, að þeir hafi
þegar fullnægt afvopnunarkröfum Bandamanna, og Þjóðverjar
hafa farið fram á, að varðsveitir Frakka á vesturlandamærum
Þýzkalands verði kallaðar heim fyrir fult og alt, þó að enn
séu eftir átta ár af þeim tíma, sem þær geta setið, samkvæmt
friðarsamningunum. Þessi krafa mætir þó ennþá mikilli mót-
spyrnu meðal Frakka.
Hörð deila hefur staðið á Þýzkalandi um eignir þýzku
furstanna, sem lauk þannig, að furstarnir fengu flestar kröfur
sínar uppfyltar. í byltingunni 1918, er þeim var hrundið frá
völdum, urðu þeir að yfirgefa eignir sínar, og margir flýðu úr
landi. Nú hafa þeir heimtað eignir sínar aftur og hafa ekki
verið smátækir í kröfunum. Fyrir harða atgöngu kommúnista
tókst að fá þýzka þingið til að leggja það undir úrskurð þjóð-
arinnar, hvort semja ætti við furstana um eignirnar, eða hvort
t>ær skyldu falla undir ríkið endurgjaldslaust. Lauk þeirri at-
hvæðagreiðslu þannig, að 15 miljónir atkvæða voru með því,
að ríkið tæki eignirnar endurgjaldslaust. Þó var atkvæðatalan
ekki nóg, því 20 miljónir atkvæða þurfti til að þetta gæti
orðið að lögum. Svo var um hnútana búið. Það er óhemjufé,
sem þýzka stjórnin verður að greiða furstunum í skaðabætur.
Bætist þar vænn baggi ofan á allar hernaðarskuldirnar. Sem
^æmi má nefna, að erfingjar Vilhjálms fyrverandi Þýzkalands-
keisara gera kröfu til að fá 30 miljónir gullmarka og auk
tess fjórar konungshallir, 250 þúsund dagsláttur af landi og
fjórtán dýrmætar byggingarlóðir í Berlín og Potsdam. Sjálfur
nefur Vilhjálmur notið styrks frá þýzka ríkinu undan farið.
Sá styrkur er hreint ekkert smáræði, því hann hefur verið
þúsund gullmörk á mánuði.