Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 103
eimreidin
HUGLEIÐINGAR UM SKÁLDSKAP
83
Oscar Wilde segir í »De Profundis*, að það sé æðsla þrá
listamannsins að láta sjálfan sig, eðli sitt, í ljós. En það á
ekki eingöngu við listamenn, heldur við alla menn. Við þráum
stöðugt og erum stöðugt að láta í ljós eðli okkar með hugs-
unum okkar, orðum og athöfnum. En hjá fæstum okkar verð-
ur úr því list. Æðsta listin er sjálfsagt lífslistin, — að gera
líf sitt að fagurri, samræmri heild, að listaverki. En skáldið
lætur sjálft sig í ljós með orðum, — orðum, sem töfra, hrífa
og leysa úr læðingi. í sundurlausum orðum eða samföstum
lætur skáldið í ljós innsta eðli sitt, á þann hátt, að úr því
verður fagurt samræmi. En það er einmitt þetta, sem við eig-
um við með orðinu »list«. List getur ekki verið ljót, og ekkert
Ijótt getur verið list.
VII.
Eg hef nú um hríð athugað skáldskap frá ýmsum hliðum.
^ið höfum séð, að hann skilur og túlkar, leysir úr böndum
og lætur í ljós. Við höfum séð, hvenær hann verkar dýpst á
mennina, — að það er einmitt á þeim árum, þegar alt er í
uexti, þegar alt er eitt allsherjar æfintýri. Og þetta kemur
okkur enn þá nær hjartarótum skáldskaparins, — því að
skáldskapurinn gerir meira og er meira en alt þetta, sem nú
yar talið. Hann er bjarminn yfir lífinu, freisting fjarskans,
blámi víðáttunnar, hið eilífa æfintýri. Á rúmhelgum dögum
skilur hann og túlkar hið ytra og hið innra. Á helgum, á sín-
um æðstu augnablikum, reynir hann að segja hið ósegjanlega.
Og er ekki, þegar alt kemur til alls, hið ósegjanlega eitt þess
vert, að það sé sagt?
Jakob Jóh. Smári.