Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 73
einreiðin
LEIKHÚS NÚTÍMANS
53
venjulega styrks af ríkisfé, og stjórnarvöld landsins skipa leik-
hússtjóra og hafa að ýmsu öðru leyti hönd í bagga með um
rekstur og tilhögun leikhússins.
Ef þau eru eign hlutafélaga er þeim oft stjórnað af nefnd
manna — er nefnist leikhúsráð — og af leikhússtjóra, er
félagið skipar. Þau leikhús, sem eru eign einstakra manna, eru
venjulega undir stjórn sjálfs eigandans, sem mjög oft er
annaðhvort leikari eða leikritahöfundur. Undantekning frá
m
Þjóðleikhúsið norska í Osló.
hessu, sem hér er nefnt, er þó eitt hið bezta og elzta leik-
^ns heimsins, þjóðleikhúsið í París, eða la Comédie Fran-
Caise, eins og það er oftast nefnt. Hefir það alt af verið —
°9 er enn þá, það ég bezt veit — eign einstakra manna, en
hó hefur franska ríkið alt af áskilið sér rétt til þess að mega
hafa hönd í bagga með þessari stórmerku og mikilsverðu
tt'enningarstofnun, sem hefur verið til stórfrægðar og sóma
tyrir Frakkland í mörg hundruð ár.
Allir, sem ætla sér að reka leikhús, verða að fá leyfi til hjá
hlutaðeigandi yfirvöldum, og þess utan eru þau öll undir eftir-
gæzlumanns, er ríkið velur. Eru honum sýnd öll þau skáld-
r'h sem leikhúsin ætla að sýna og ekki hafa verið sýnd
áður, og úrskurðar hann hvort í þeim sé nokkuð það, er