Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 32
12
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Nú um áramótin hafa orðið stjórnarskifti í Þýzkalandi, oS
heitir sá dr. Marx, sem myndað hefur hina nýju stjórn, með
stuðningi íhaldsmanna og stór-þýzkara (Nationalista).
...... , Eins og kunnugt er, hafa útlendingar mikilla
Styrjöld^n 1 hagsmuna að gæta í Hína. Einkum eru það
Englendingar, sem ráða þar miklu. Ihlutun
þeirra um kínversk réttindi hefur stundum gengið úr hófi
fram, og verzlun, siglingar og ýmsar aðrar atvinnugreinar hafa
þeir rekið þar í stórum stíl. Útlendingahatur er því rótgróið
þar í landi. Einkum eru það Englendingar, sem Kínverjar
Ííta óhýru auga. Borgarastyrjöld sú, sem nú geisar í Kína,
hefur komið æðihart niður á Englendingum þar í landi, enda
hefur enska stjórnin þegar sent þangað herskipaflota til vernd-
ar brezkum þegnum. Kínverskir ættjarðarvinir berjast nú fyr>r
því, að mega óáreittir ráða sínum eigin málum. Meginstyrkur
þeirra er stjórnin í Kanton og suðurherinn svonefndi, undir
stjórn Feng Vu-Hsiang o. fl. í móti berst her stjórnarinnar i
Peking, norðurherinn svonefndi, undir forustu þeirra Chang
Tso-lin, Wu Pei-fu o. fl. Kantonhernum hefur stórum vegnað
betur, og er Kantonstjórnin nú langsterkasta stjórnin, sem
Kínaveldi hefur haft af að segja um margra ára skeið. Nýtur
Kantonherinn styrks margra rússneskra ráðstjórnarsinna, en
aftur er sagt, að í Norðurhernum séu um fimm þúsund rúss-
neskir ráðstjórnarandstæðingar. Englendingar hafa sent full'
trúa á fund Kantonstjórnarinnar og skyldi hann semja við
utanríkisráðherra hennar, Eugene Chen. En samningar hafa
ekki tekist til þessa. Þióðernishreyfingin í Kína er orðin svo
sterk, að alt útlit er fyrir, að Kantonstjórnin sætti sig ekki
við annað en að Englendingar og aðrir útlendingar láti hm
vafasömu réttindi sín þar í landi af hendi. En búast má við,
að það gangi ekki hljóðalaust af. Eru nú mestar líkur til, au
norðurherinn og Kantonherinn sameinist gegn útlendingunum
og linni ekki fyr en Kína er orðið algerlega óháð er-
lendu valdi.
1. janúar 1927.