Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 101
Eimreiðin HUGLEIÐINGAR UM SKÁLDSKAP 81
anlega að miklu leyti haft íslendingasögur. Ég hygg og, að
bess vegna verði sögur hans, einkum »Maður og kona«, »lang-
'ífar f landinu*. Þær eru nefnilega í bezta skilningi »realist-
iskar* og þurfti realisminn (raunsæisstefnan) þar ekki um að
bæta. Realisminn kom með nýtt viðhorf gagnvart efninu, en
aðferðin var hin sama og áður, — í aðalatriðum hin sama
sem í Islendingasögum. —
IV.
Eg sagði áðan, að hvorttveggja vildi skilja og túlka, vísindi
°9 skáldskapur. En hver er þá munurinn? Hann er aðallega
sá, að skáldskapurinn talar persónulega, en vísindin ópersónu-
ie9a. Skáldskapurinn tekur heiminn eins og hann lítur út fyrir
skynjunum og sálarlífi mannsins yfirleitt, en raunvísindin vilja
komast inn í hlutina, eins og þeir væru, þótt engir menn
væru til. Skáldskapurinn tekur t. d. litina sem sjálfsagða og
nYtur þeirra, en vísindin vilja komast að ljósvakasveiflum þeim,
sem (í sambandi við sjónfæri manna) valda litáskynjaninni. En
fcrátt fyrir alt komast vísindin ekki fram hjá því, að þau eru
piannleg, og í öðru lagi er sálarlíf manna og alt, sem stendur
’ sambandi við það, vísindalegar staðreyndir, veruleiki. Mun-
urinn á þessum tveimur skoðunarmátum er sá, að vér ímynd-
oss ljósvakasveiflurnar jafnan sams eðlis og stöðugar, en
‘itirnir myndu breytast, ef sjónfæri vor breyttust, þótt sveifl-
urnar sjálfar breyttust ekkert. Er þar séð eitt aðaleinkenni
náttúrunnar, listin sú að gera margt úr fáu. Ef vér hugsum
°ss sem mögulegar óteljandi tegundir sjónfæra, þá eru þar með
fram komnar óteljandi myndir hins sýnilega heims. Hvorttveggja,
sháldskapur og vísindi, eru spegilmyndir (sjálfsagt spéspegils-
^yndir!) af hulinni ásjónu sannleikans, — sitt frá hvorri hlið.
Það má líka segja, að skáldskapur og vísindi séu ólíkar að-
ferðir til að kynnast veruleikanum. Hvort fyrir sig notar sína
sérstöku sálarhæfileika, — skáldskapurinn innsæi og tilfinn-
ín9u, en vísindin athugunargáfu og rökleiðslu. Þróunarkenn-
1n9in var t. d. heimspekilegt og skáldlegt hugarflug löngu
n^ur en hún varð vísindaleg fræðikenning.
V.
Ljóðrænan skáldskap skilja menn bezt, að ég hygg, á vissu
aldursskeiði og njóta hans þá innilegast. Þeir eru tiltölulega
^áir, sem varðveita móttækileika sinn fyrir skáldskap langt
Eam á fullorðinsár. Helzt eru það skáldin sjálf og skáldlega
^innaðir menn. — Það er á unglingsárunum, um það leyti, er
6