Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 126
EIMREIDIN
106 RITSJÁ
skólum og heimahúsum, af öllum þeim sem dönsku nema og einhver
viðskifti hafa við danska þjóð.
RÖK JAFNAÐARSTEFNUNNAR eftir Fred Henderson. Rvík. 1926.
Furðu gegnir hve hljótt hefur verið um þessa bók í íslenzkum blöð-
tim. Hér er þó rætt um þau mál, sem mest eru á dagskrá. Það er nú
meira en hálft ár síðan bókin kom út, og enn hafa ekki sést nema örfáar
stuttar umsagnir um hana á prenti. Þó er hér um merkilegt rit að raeða.
Því getur enginn neitað, hverrar skoðunar sem hann kann að vera 1
þjóðfélagsmálum.
Höfundurinn er jafnaðarmaður, og frá jafnaðarmannsins sjónarmiði er
bókin rituð. Skýr framsetning, rökfesta og gerhygli eru megineinkennt
hennar. Höf. tekur eitt atriðið öðru flóknara og brýtur til mergjar. Ver
skulum taka til dæmis þriðja kaflann: um jafnaðarstefnuna og persónu-
lega eign. Höf. hefur sýnt fram á, að takmark jafnaðarmanna sé að af-
nema einstaklingseign á landi, framleiðslutækjum og fjármagni. Um annað
afnám eignar er ekki að ræða og getur ekki verið að ræða. Röksemda-
leiðsla höf. fyrir því, hvernig þessi breyting yrði til þess að trygsi3
hverjum borgara eign og afnot betur en nokkurntíma verður unt með nu-
verandi fyrirkomulagi reynist áreiðanlega veigamikil öllum hugsandi mönnum-
Það er nú einusinni svo, að fræðslan er eina vopnið sem dugar við
nútíðarmanninn, þegar alt kemur til alls. Hefðir og erfðavenjur falla etns
og fúin bönd af honum, ef hvorttveggja á sér ekki stoð í veruleikanum-
Stjórnmálaflokkarnir verða að hafa þetta í huga ekki síður en t. d-
kirkjan. Þeir verða alveg að hætta að þyrla ryki í augu almennings, sn
setja þekkinguna, fræðsluna, sannleiksleitina í öndvegið. Bækur eins og
þessi eru ólíkt meira virði til skilnings og fylgisauka einhverri þjóðmála-
stefnu en hið altof algenga nudd og bolabrögð blaðanna, sem aldrei gerir
annað en skapa fyrirlitningu lesendanna og setja stimpil markleysunnar a
umræður um mikilvæg mál. Gegn bók eins og þessari gildir aðeins eitt
vopn: gagnrök. Og látum svo vera að sýna megi fram á einhverja ókosti
þeirrar þjóðmálastefnu, sem bók þessi ræðir um. Engum dettur vísf 1
hug að halda, að allir verði að englum þó að hún kæmist á. En þó að
ekki sé annað en þ^ð, að unt yrði með breyttri þjóðfélagsskipun að
koma í veg fyrir ranglæti einkaauðsöfnunarinnar á kostnað hinna kúguðu,
þá væri óneitanlega mikið unnið. Henderson sýnir fram á, hvernig bæði
þetta og fleiri umbætur megi fram fara. Og hann gerir það vel.