Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 75
ElMREIDIN
LEIKHÚS NÚTÍMANS
55
síðustu alda. Smátt og smátt hefur mönnum skilist það, að
stóru leikhúsin voru viðsjárverð, einkanlega að því leyti, hvað
erfitt það var fyrir leikendurna að tala svo hátt og svo skýrt,
að allur þessi áhorfendasægur heyrði hvert orð. Það vill oft
verða misbrestur á því nú á tímum, þó að leikhúsin séu marg-
falt minni.
A síðustu áratugum hefur mikið verið rætt og ritað um
leikhúsagerð. Sumir halda því fram, að nauðsynlegt sé að
^yggja þau stærri en tíðkast hefur undanfarið, svo að þau
rúmi sem allra flesta áhorfendur, og svo að hægt sé — vegna
hins mikla sætafjölda — að selja aðganginn mjög ódýran, og
fiefa þar með fátækum jafnt og ríkum tækifæri til þess að
s$kja leikhúsin. Aðrir hallast að því, að leikhúsin skuli bygð
enn þá minni en áður, svo að auðvelt sé fyrir alla áhorfend-
ar að sjá og heyra greinilega, alt sem gerist á leiksviðinu.
Stuðningsmenn þeirrar stefnu telja einnig þessari leikhúsgerð
Það til gildis, að í litlu leikhúsunum þurfi leikarinn ekki að
brýna raustina eins mikið og nauðsynlegt sé í þeim stóru
og eigi þar því hægara með að láta öll hin margvíslegu
°9 smávægilegu blæbrigði málsins njóta sín, svo málið verði
eðlilegra, leikurinn betri; þar geti því áhorfendurnir notið
betri listar. Og fáir munu víst neita því, að það er þó og
verður altaf aðalatriðið.
Nú er farið að leggja meiri áherzlu á það en verið hefur
að byggja áhorfendasviðin eftir sem allra nákvæmustum og
réttustum hljómburðarreglum, þannig að hljóðið frá leiksvið-
inu eigi hægt með að berast út í hvern krók og kima, en
kafni ekki að meira eða minna leyti vegna óhentugs bygg-
^garlags. Dyggingameistarar leikhúsa þurfa því að vera mjög
vel að sér í hljómburðarfræði (akustik), og verða að vera
hárvissir um það, hvernig byggingunni skuli hagað einmitt
^eð tilliti þessa. Því missmíði á leikhúsinu í því efni er oft-
ast illmögulegt að lagfæra og getur haft mjög óheillaríkar af-
leiðingar fyrir starfsemi þess. Auk byggingameistarans er
venjulega ekki hægt að komast hjá aðstoð fleiri sérfræðinga
við byggingu leikhúsa. Hið afarmargbrotna véla- og ljósakerfi
leiksviðsins er t. d. tæplega hægt að setja í húsið, svo að
tað komi að fullum notum, nema með aðstoð reynds og