Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 99
eimreiðin
HUGLEIÐINGAR UM SKALDSKAP
79
skapur (drama), sem birtist oftast í Ieikritabúningi og hefur
það fyrir mark og mið að skilja og túlka ólíka skapgerð
manna. Auðvitað blandast þetta einatt saman, — ljóðrænir
kaflar finnast í sagnaskáldskap og skapgerðarskáldskap (sbr.
h d. leikrit jjóhanns Sigurjónssonar, sem eru mjög ljóðræn),
°2 eins eru oft skapgerðarlýsingar í ljóðrænum og sögulegum
skáldskap. Sem dæmi um »epos« í bundnu máli má nefna
Hómerskvæði, og finnast þar þó dramatisk og lýrisk atriði,
en sem dæmi um sagnaskáldskap, sem er orðinn nær ein-
vörðungu að ljóðrænu og skapgerðarlýsingu, má nefna mörg
Eddukvæðin. Þar liggur aðaláherzlan ekki á frásögninni, sögu-
þræðinum, heldur á skapgerð söguhetjanna, og innan um eru
Ijóðrænir kaflar, t. d. síðasti kaflinn í Völsungakviðu fornu,
u_ni komu Helga til haugsins. Skapgerðarskáldskapurinn, leik-
ritseðlið, kemur og víða fram svo beinlínis í Eddukvæðunum,
að frásögnin leysist upp í samtöl, sem einkenna skapgerð per-
sónanna. Það lítur svo út sem norrænu skáldin hafi ekki haft
tolinmæði eða lund til þess að teygja frásögnina út í eigin-
legt epos, eins og Hómer. Þó finst í óbundnu máli á íslenzku
iyrirmyndar-epos, þar sem eru íslendingasögur.
__ Hlutverk allra þessara hátta skáldskapar er að skilja og
tulka, — skilja og túlka lilfinningar sjálfs sín eða annara,
náttúruna, mannlífið og skapgerð manna, — og gildi skáld-
skaparins fer eftir því, hvað vel þetta tekst. Skáldið verður
alt af að lýsa innan að, setja sig í spor þess, sem verið er að
lýsa, og skilja það út frá eðli og skilyrðum sjálfs þess, út frá
eðli og aðstæðum fyrirbæranna sjálfra, en ekki eingöngu út
eðl( sjálfs sín og hleypidómum. Að þessu leyti skara höf-
Undar íslendingasagna mjög fram úr. —
Sögulegur og ljóðrænn skáldskapur er eldri en skapgerðar-
skáldskapur. Sagnaskáldskapur er sprottinn upp af löngun
barna og villimanna í að heyra sögur og æfintýri, helzt sem
kynjalegust, en hann fullkomnast ekki, verður ekki eiginlegt
ePos, fyr en mesti æfintýrabragurinn er farinn af og áherzlan
er lögð á lögbundið samband fyrirbæra og atvika og á skap-
9erð hetjanna; má þar aftur nefna íslendingasögur, þar sem
forlögin eru dulbúið orsakalögmál. Ljóðrænn skáldskapur er
uPphaflega ósjálfráð birting tilfinninga, eins og t. d. kvak fugl-
anna eða hjal barnanna. Dramatískur skáldskapur kemur síð-
ast fram; menn fara nokkuð seint að hirða um að athuga og
skilja skapgerð annara manna, og er sá áhugi sjálfsagt einnig
sProttinn af nauðsyn, — þeirri nauðsyn, að skilja skapgerð
manna, til þess að geta varað sig á þeim, vitað, á hverju sé
v°n af þeirra hendi. —
Sagnaskáldskapur nútímans á rót sína að rekja til sagna-