Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 89
eimreiðin
GORDON BOTTOMLEY
69
hömlur hafa lagt á skáldið, þótt hann bindi sig við rím og
ákveðnar ljóðlínur. Hljómurinn er mjúkur og þýður og fremur
keltneskur en norrænn.
I bókinni eru fjögur leikrit önnur. Af þeim skal hér farið
nokkrum orðum um tvö þeirra, King Lear’s Wife og The
Riding to Lithend. King Lear’s Wife er einskonar hugleiðing
út frá efninu í hina mikla leikriti Shakespeare’s. Þó mundi
það reynast ógerningur að fella bæði saman. Leikritin verða
að standa hvort út af fyrir sig, því að í nútíðarleiknum er
sá undirstraumur tilfinninga ofinn saman við orðin, sem 'ekki
er hægt að finna í skáldskap Shakespeares. Ofsi og ákafi
fylla hverja línu hjá Bottomley. Vfir verki Shakespeares
hvílir blær endurreisnartímans. Shakespeare er formfastur
°ieð gullaldarblæ; Bottomley er norrænn og fyllir orð sín lífi
storms og styrs. Leikritið er að eins einn þáttur, einföld sam-
töl. Drottning Lears konungs liggur fyrir dauðanum, en kon-
nngur er henni ótrúr og á vingott við eina af hirðmeyjunum,
sem Kormlöð heitir. Allir vilja drottningu feiga nema dóttir
hennar Goneril, sem ann mjög móður sinni. En ást hennar
til móður sinnar vekur hatur til konu þeirrar, er situr á svik-
ráðum við móðurina. Vel og átakanlega er því lýst, þegar
hær Kormlöð og Goneril standa augliti til auglitis skömmu
eftir dauða drottningar. Kormlöð átti að gæta drottningar og
hjúkra henni, en situr í þess stað að gleðimálum við konung.
Enginn er viðstaddur, þegar drottning andast. Lear konungur
°9 frilla hans koma saman inn til hennar andaðrar, og hefur
konungur þá sett drottningarkórónuna á höfuð elju hennar.
Honungur mætir beizkum ásökunum dóttur sinnar og rýkur
á dyr. En Goneril hellir þungum áfellisorðum yfir Kormlöð,
auðmýkir hana og lætur hana falla á kné við dánarbeðinn. Að
síðustu rekur hún hana á dyr, dregur rýting úr slíðrum og geng-
Ur út á eftir henni. Meira sést ekki af því, sem gerist þeirra á
milli. Því er að eins lýst í fám orðum í samtali gömlu kvenn-
anna, sem koma inn á eftir til að þvo lík drottningarinnar.
Hámarki sínu nær leikurinn, þegar Goneril stendur frammi
fyrir föður sínum nokkru seinna, þegar öllu er lokið. Hún
Vex, verður ægileg og mikilúðug. Leikurinn er áhrifamikill og