Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 72
52
LEIKHÚS NÚTÍMANS
eimreiðin
lega höfð sem næst leiksviðinu, en búningar, húsmunir og
annað smálegt er geymt uppi á efri hæðum leikhússins. I
húsgagnageymslunni eru margra álna breiðar hillur og skápar,
er ná frá gólfi og upp í loft. Auk þess sem rúmast á gólfinu
eru húsgögnin einnig geymd á þessum stóru hillum. Hefur
hver þeirra sitt númer eða nafn, sem er innritað í áhaldaskrá
leikhússins ásamt því, hvaða munir séu í hverri hillu og í
hverjum skáp, og hvaða leik þeir tilheyri. Einnig eru hús-
gögnin öll með nafni leiksins, sr þau hafa verið notuð í-
Sama máli er að gegna um tjalda- og fatageymslurnar; hver
fatasnagi er tölusettur, og hver búningur merktur þeim leik,
sem hann á heima í. Leiktjöldin eru undin upp og geymd á
hillum, sem til þess eru gerðar. Hvert einasta tjald er merkt,
og alt er þetta með mestu nákvæmni innritað í áhaldaskrána.
Er það mjög nauðsynlegt, að geymslurúm leikhússins séu rúm-
góð og rakalaus, og að góð regla sé á allri umgengni og
öðru þar. Getur það haft mikla þýðingu fyrir starf leikhússins
og fjárhag þess.
Málarasalurinn er venjulega á efstu hæð hússins. Er hann
bygður með líku sniði og geysistór ljósmyndastofa, með stór-
um gluggum og glerþaki. Afast honum er teiknistofa málar-
anna, ásamt efnis- og áhaldaherbergi og trésmíðastofu. Strengir
málarinn léreftið á gólfið og málar með skaftlöngum kústum.
Þegar leiksýning er fullgerð er tekin mynd af leiksviðinu, og
eru þessar myndir síðan geymdar í kortabókum, sem til þess
eru gerðar. Með því móti er hægt að sjá, hvað hægt er að
nota aftur, þegar ný leikrit eru tekin til meðferðar.
I leiksviðshluta hússins eru venjulega skrifstofurnar — hvort
sem þær eru ein eða fleiri — ásamt herbergi leikhússtjóra,
leiksviðsmeistara og leikstjóra. Stofa dyravarðar er rétt við
inngang starfsfólksins, sem er á afturgafli leikhússins. Hefur
dyravörður nákvæmar gætur á því, að enginn óviðkomandi
komi þar inn fyrir dyr.
í mörgum stærri leikhúsum, þar sem sýndir eru bæði söng-
leikir (Opera) og dansleikir (Ballett) eru sérstakir æfingasalir
fyrir þessar listir, ásamt sérstökum æfingasal fyrir sjónleikina.
Leikhúsin eru oftast annað hvort ríkiseign, eign hlutafélaga
eða einstakra manna. Þegar þau eru ríkiseign njóta þau