Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 56
36
HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEV
EIMREIÐIN
]ónas hljóp á undan fram á hlaðið. Þar hitti hann hjáleigu-
bændurna, Jón og Stein. Þeir höfðu verið að silungsveiði í
vatninu uppi á hálsinum — og séð, að óeðlilega birtu lagði
frá gluggunum á framhúsinu. ]ónas bað nú annan þeirra hlaupa
út að Fagureyri, þar eð hann hugði, að Halldór mundi verða
seinni í förum — en hinn sendi hann inn á bæi.
Meðan Jónas talaði við hjáleigubændurna, kom Halldór
fram á hlaðið. Hann hafði litla bók í hendinni, bar hana upp
að augunum og skoðaði hana vandlega við bjarmann af eld-
inum. Svo henti hann henni inn í logana — og stóð síðan
grafkyr, hokinn í hnjáliðum og með útréttar hendur. Bjarminn
flökii yhr nábleikt andlitið, og augun lýstu eins og glóð undir
þétthærðum brúnunum . . . Nú voru hjáleigubændurnir þotnir
út í myrkrið; og Jónas tók eftir Halldóri. Hann hljóp til hans
og þreif óþyrmilega í öxl honum.
— Á hvað ertu að glápa? Komdu strax og hjálpaðu mér
að bera út úr baðstofunni!
Halldór leit æðislega á hann.
— Laufey, Laufey! Hvar er Laufey? kallaði hann hás og
skjálfraddaður.
Og Jónas stóð eins og magnstola. Herðarnar kiptust til,
eins og hroll setti að honum.
En Halldór hentist að dyrunum á framhýsinu. Hann stóð
þar eitt augnablik og þaut síðan inn að læknum. Hann rétti
fram hendurnar, kreptar og skjálfandi, og starði upp í glugg-
ann á herbergi Laufeyjar. Þar var alt hulið þykkum mekki,
en út um gluggana á neðri hæðinni fléttuðust fnæsandi logar
— og það var sem blóði rigndi yfir lækinn. Og Halldór sneri
sér við og hljóp af stað eins og fætur toguðu, sinti því engu,
þó að húsbóndi hans kallaði á hann — stanzaði ekki fyr en
við stafngluggann á baðstofunni. Hann greip um gluggapóst-
inn, beygði sig og stökk inn á gólfið. Hann datt um stól, gaf
sér ekki tíma til að standa upp, en brölti á höndum og hnjám
út úr herberginu. Svo reis hann á fætur og vatt sér fram að
gangahurðinni. Hann sparkaði í hana og snaraðist fram í
göngin, tók andköf, studdist við vegginn og reikaði áfram.
Bálið snarkaði og hvæsti — og alt í einu heyrðist djúpt og
þungt sog, eins og jötunbrjóst drægi að sér loftið. Eldurinn