Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 128
108
R1TS]Á
EIMREIÐIN
TímtrU iðnaðarmanna hóf göngu sína um áramótin. >ar er saga Iðn-
aðarmannafélagsins í Reykjavík 1867—1927 eftir Hallgrím Hallgrímssonr
og fylgja myndir af nokkrum helztu starfsmönnum þess félags síðan það
var stofnað. Ennfremur er í heftinu ágrip af sögu Iðnskólans f Reykjavík eftir
Helga H. Eiriksson og grein um samskóla Reykjavíkur eftir ]ón Ofeigsson.
Réttur, tímarit um þjóðfélags- og menningarmál, kemur út á Akureyri,
ritstjóri er Einar Olgeirsson. Tímarit þetta er að vísu ekki nýlt. Þórólfur
Sigurðsson frá Baldursheimi gaf ritið út í tíu ár, en hefur nú selt það
núverandi ritstjóra þess. Með 1. og 2. hefti XI. árgangs hefur ritið tekið
allmiklum stakkaskiftum og ríður hinn nýi ritstjóri allgeyst úr hlaði og
— það sem betra er — fer á kostum víða. Grein hans Erlendir menn-
ingarstraumar og Islendingar er rituð af fjöri og krafti, og þar er margt
vel sagt. Höf. virðist gagntekinn af nýjum hugsjónum í þjóðfélags- og
menningarmálum og er staðráðinn í að ryðja þeim braut. Hann hefur
ímugust á allri einangrun og íhaldssemi, en gengur þar of langt, þegar
hann blandar þjóðrækni Fjölnismanna saman við einangrun og íhald.
E. O. segir, að Fjölnismenn hafi flestir tekið íhaldssama afstöðu undir
„þjóðlegu" yfirskini, þegar um ákvörðun alþingisstaðarins var að ræðar
og barist gegn skoðun ]óns Sigurðssonar, að hafa staðinn í Reykjavík.
Það er rétt, að Fjölnismenn vildu endurreisa alþingi á ÞingvöIIum, en
það var áreiðanlega ekki vegna íhaldssemi, heldur þvert á móti vegna
þess, að eldmóður framsækinnar æskulundar var enn heitari í þeim en
öðrum. Þeir gátu ekki hugsað til þess, að alþingi skyldi háð í meira en
hálfdönskum bæ eins og Reykjavík var þá, en gengið yrði fram hjá hin-
um forna íslenzka þingstað. Hitt er rétt hjá höf., að fastheldni við þaó
þjóðlega getur leitt menn afvega, en ég get ekki séð í hverju sú afvega-
leiðsla hefði átt að vera fólgin, þótt Fjölnismenn hefðu fengið því fram-
gengt, að alþingi yrði endurreist á Þingvelli. Eg þykist þess fullviss, að
þingið hefði ekkert verið í minna áliti fyrir það hjá þjóðinni en nú er.
Það sem heilbrigt er í því þjóðlega verður að halda velli og má hvorki
né á að víkja fyrir aðfengnum sora. Um þetta getum við sjálfsagt oröið
sammála. Vmsar athyglisverðar greinar þjóðmálalegs efnis eru í Rétti auk
þessarar, svo sem Togaraútgerðin eftir Harald Guðmundsson og Um
þjóðnýtingu eftir Stefán ]óh. Stefánsson, ennfremur ýmsar erlendar fréttir,
ritsjá o. fl.
Gunnar Benediktsson: VIÐ Þ]ÓÐVEGINN Ak. 1926.
Höfundurinn er sóknarprestur á Saurbæ í Eyjafirði, en fæst jafnframt