Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 112
92
RADDIR UM MVND BÓLU-H]ÁLMARS eimreiðiN
Um myndlist er ég ekki fær að dæma. Sízt vildi ég heldur varpa
neinum skugga á frægðarorð Ríkarðs ]ónssonar. Má og vel vera að rit-
stjóri Eimreiðarinnar hafi rélt fyrir sér í því, að þessi umrædda teiknmS
sé ein af beztu andlitsmyndum hins oddhaga manns. En ég lít svo á, að
ekki sé rétt hjá André Courmont, að það skifti „ekki mesfu máli, hvort
myndin væri nákvæmlega eins og Hjálmar hefði litið út í lifanda h'f'>
heldur hitt, að svona hefði Bólu-Hjálmar átt að líta út') og ætti myncf
þessi því að vera hin viðurkenda mynd hans í framtíðinni". Það eina,
sem að mínu viti gæti á nokkurn hátt réttlætt slíkan dóm, væri að Rík'
arði hefði tekist svo vel að lýsa innri manni Hjálmars, að slíkt yr^r
ekki betur gert. En um það hljóta altaf að verða skiftar skoðanir. Os
jafnvel þó að það reyndist, væri samt minna fengið en ef myndin vsri
sönn, sýndi Hjálmar eins og hann vav í Iifanda lífi. Ég get ekki varist
þess að telja það hlægilega röksemdaleiðslu fyrir ágæti myndarinnar, „a^
svona hefði Bólu-Hjálmar átt að llta út“. Hver myndi telja það beztu
myndina af Napóleon, sem sýndi hann þriggja álna háan og föngulegart
að sama skapi, jafnvel þótt einhverjum kynni að detta í hug, að hann
hefði átt að líta hermannlegar út á velli en hann gerði? Og eins og alhr
unni ekki hinni réttu mynd Lincolns og kæri sig ekkert um að eiga eitt-
hvert málverk út í loftið, sem sýndi það eitt, hvernig hann hefði mátt
vera fríðari. Nei, mynd af Bólu-Hjálmari verður í raun réttri engin rétt-
mæt mynd af honum, né á að vera viðurkend I framtíðinni, nema húrt
sýni, hvernig hann var í lifanda lífi. Ekkert fremur en mynd af AkrafjalH
verður aldrei mynd af Esjunni, þó að Esja standi undir henni, eins og
Sv. S. bendir á í ritdómi sínum í Eimr. um The Iceland Vear-book 1926-
Hefði Rikarður skýrt mynd sína „Hugmynd um Bólu-Hjálmar“, eða eitt-
hvað þessháttar, væri ekkert um hana að segja, en þar sem málinu er nu
svo komið, að þessi mynd hans er dáð sem sönn mynd Bólu-Hjálmars,
og svo að segja löghelguð með því að prenta hana framan á “Nýlu
skólaljóðin sem flest börn læra, þá er það sannarlega umræðuvert*
hvort myndin er lík Hjálmari eða ekki, hvort hún lýsir honum rétt eða
gefur skakkar hugmyndir um hann. Sjálfur get ég, eins og nærri lætur,
ekki gefið neina rétta lýsing á Bólu-Hjálmari, en ég hef þau gögn '
höndum, sem gefa mér ekki aðeins ástæðu til að efast um að mynd
Ríkarðs sé „nauðalík" Hjálmari, heldur hafa sannfært mig um, að hún
muni vera mjög ólík honum. En svo standa sakir, sem nú skal greina.
1) Leturbreyting hér. G. A.