Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 68
48
LEIKHÚS NÚTÍMANS
eimreiðin
hefur oftast verið notað baktjald málað því landslagi, er við
átti, og heiðum himni. Og svo blá, mjó lofttjöld, sem gengu
jafnhliða frá hægri til vinstri uppi í lofti leiksviðsins. Huldu þau
efri enda hliðartjaldanna og vor svo einnig látin tákna himin.
Þessi tilhögun hefur tíðkast fram á síðustu ár og helzt víða
enn þá. Útlit er þó fyrir að þetta tjaldalag ætli að víkja fyrir
öðru, sem er bæði eðlilegra, fegurra og ódýrara. Er það hið
svo nefnda hringhimintjald eða hringtjald. Hefur notkun þess
Skógarsyning með hringtjaldi, frá kgl. Ieikhúsinu í Kaupmannahöfn.
náð talsverðri útbreiðslu nú á síðustu árum. Hringtjald þetta
umlykur algerlega allar þrjár hliðar Ieiksviðsins. Það gengur
í hálfhring frá hægri framsýn inn undir bakvegg og fram i
vinstri framsýn. Rennur það eftir hálfhringlaga grópi, sem er
hátt uppi undir lofti leiksviðsins og er dregið fyrir og frá
af hreyfivél, sem er uppi á einni af tjaldasvölunum. Þetta tjald
er venjulega grátt að lit, en er svo málað með því að láta
mislit ljós falla á það í þeim lit, sem við á í það og það
skiftið. Við þetta tjald eru svo notuð laus tjöld, tré, runnar,
klettar, hús, eða annað sem við á. A myndinni eru það tré
og hæðir í baksýn, sem bera við heiðan himininn (á myndinni
virðist tjaldið hvítt). Tjald þetta er auðvitað nokkuð dýrt og
útheimtir stórt og fullkomið ljósakerfi, en það sparar líka hin