Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 49
ejmreiðin HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY 29
starði á eitthvað langt, langt í burtu . . . Nokkur augnablik
liðu. Svo leit hann upp og horfði á Laufeyju.
— Það var ekki mér að kenna, að við hættum að tala
saman, sagði hann stillilega, en það var ásökunarhreimur í
röddinni.
Nú andaði Laufey djúpt og titrandi, eins og létt hefði verið
3f henni þungu fargi.
— Nei, ég veit það, Halldór . . . En hugsaðu þér fólkið.
Það er altaf eins. Maður verður að fara varlega, þó að maður
sé ekki að aðhafast neitt ljótt ... En í kvöld veit enginti
um okkur.
Nokkur augnablik stóð Halldór hreyfingarlaus. Svo slepti
hann snerlinum og rétti úr sér, hvarflaði augunum til Lauf-
eyjar og opnaði munninn, eins og hann ætlaði að segja eitt-
hvað. En hann sagði ekki neitt, lét höfuðið síga niður á
bringuna og starði þungbúinn og tvíráður niður fyrir fætur sér.
En nú sneri Laufey sér við, vatt sér að stiganum og greip
fampann.
— Svo komum við þá! Hún sagði þetta fast og ákveðið,
en það söng í glasinu á lampanum, eins og höndin, sem hélt
3 honum, væri óstyrk.
En Halldór bærði ekki á sér.
Laufey þokaði sér upp stigann. Hún leit ekki um öxl og
nam ekki staðar fyr en uppi á ganginum. Alt var kyrt og
bögult niðri. Og Laufey hlustaði með öndina í hálsinum.
Loksins, loksins heyrði hún, að Halldór hreyfði sig. Fór hann
nú inn — eða . . . ? Fótatak heyrðist í stiganum — og tár
hrundu niður kinnar Laufeyju. En hún harkaði af sér og
berraði tárin. Svo kallaði hún glaðlega og án þess röddin
skylfi til muna:
— Ertu nú ekki að koma? Eg bíð hérna eftir þér með
ljósið!
Halldór svaraði ekki, en sté upp á skörina. Hann var
myrkur á svip, og augnaráðið bar vott um varkárni og vafa.
Laufey fór inn að herbergisdyrunum og opnaði þær upp á
Sátt, gekk inn að borðinu og setti frá sér lampann. Hún
^engdi tjald fyrir gluggann og leit síðan á Halldór, sem hafði
tokast inn að dyrunum.