Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
að námumenn höfnuðu þeim með öllu. En nú tók neyðin að
sverfa að í námuhéruðunum, og margir tóku þann kostinn að
byrja aftur vinnu í námunum.
Eftir miklar en gagnslitlar bollaleggingar bæði stjórnarinnar,
námueigenda og fulltrúa námumanna samþyktu þeir síðast-
nefndu að lokum, að verkamenn skyldu sjálfir semja óháðir
við námueigendurna um vinnuna í hverju námuhéraðinu út ar
fyrir sig, án þess að til nokkurra allsherjar samninga kasmi.
Þetta gerðist í lok nóvembermánaðar, en þá höfðu margir
námumenn þegar hafið vinnuna í námunum.
í raun og veru eru þessi endalok engin lausn á málinu.
Þörfin á gagngerðum endurbótum á rekstri námanna er eins
brýn nú og í upphafi deilunnar. Brezka stjórnin hefur verið
sökuð um úrræðaleysi og henni borið á brýn fylgi við mál-
stað námueigenda. Tillagan um þjóðnýtingu námanna verður
vafalaust tekin upp aftur af verkamönnum jafnskjótt 08
færi gefst.
í samningum þeim, sem þegar eru komnir á í námuhér-
uðunum, er daglegur vinnutími námumannanna víðast hvar
ákveðinn 7^2 klukkutími. Samningarnir gilda mislangan tíma,
sumir til þriggja ára, aðrir til fimm ára, og þar í milli. Nu
um áramótin hafa rúm 3/4 miljón námumanna tekið upp vinnu
og vantar því allmikið á þá tölu, sem atvinnu hafði við nám-
urnar fyrir verkfallið. Deilur hafa sumstaðar risið að nýju >
námuhéruðunum út af ýmsum samningsatriðum. Verkamenn
kvarta víða undan óbilgirni námueigenda, sem telja sig hafa
sigrað í koladeilunni. Sá sigur er ærið ótryggur eins og áður
er bent á, því friðurinn, sem fengist hefur í þessu máli, má
fremur skoðast sem vopnahlé en fullnaðarsætt.
Það verður ekki ennþá með tölum talið tjónið, sem kola-
deilan brezka hefur haft í för með sér, ekki aðeins fyrir
Englendinga sjálfa, heldur og aðrar þjóðir, sem við þá skifta-
Við Islendingar urðum þessa tjóns varir í ýmsu árið sem leip>
meðal annars í hinni miklu verðhækkun á kolum, sem hér
átti sér stað. Kolaútflutningur Breta minkaði svo gífurlega>
að lækkunin á andvirði útfluttra kola árið 1926 nam 30 mil'
jónum sterlingspunda frá því sem var árið áður. Aftur á móti
nam andvirði aðfluttra kola til Englands árið 1926 43 miljón-
um sterlingspunda meiri upphæð en árið 1925. Þessar tölur
sýna aðeins að litlu leyti þann hnekki, sem enskt viðskiftalíf
beið við koladeiluna. Allur iðnaður, verzlun, siglingar og flest-
ar aðrar atvinnugreinar fengu að kenna á henni að meira
eða minna leyti. Tjónið mun ekki enn hafa verið metið til
fulls, enda mun það erfitt svo að rétt sé. Þó hefir verið áætl-
að, að það hafi kostað þjóðina um 500 miljónir sterlingspunda.