Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 74
54
LEIKHÚS NÚTÍMANS
eimreiðin
brjóti í bága við almennt velsæmi eða landslög og rétt. Sé
svo ekki, er leyfilegt að sýna ritið. Auk þess hefur lögreglan
eftirlit með leiksýningunum.
Flest leikhús hafa að eins einn leikhússtjóra. Þó er það
ekki óalgengt, að þeir séu tveir og jafnvel fleiri á stóru leik-
húsunum. Auk þess er þar hinn mesti sægur af öðru starfs-
fólki, svo sem leikstjórar, leiksviðsmeistarar, yfir- og undirleið-
beinendur, söngstjórar, málarar, klæðskerar, og þar að auki
margir umsjónarmenn, dyraverðir, miðasalar, búningsmenn og
-konur, fatageymslufólk, skrifstofuþjónar og fjöldi af mönnum,
sem aðstoðar við leiksviðsbreytingarnar.
Eins og skiljanlegt er Iáta minni leikhúsin sér nægja með
miklu færra fólk. Auk leikhússtjórans hafa þau leiðbeinanda,
leiksviðsmeistara og leikstjóra og þar að auki tjaldamenn,
dyraverði, þul (sufflör), málara og söngstjóra. Leiðbeinandinn
hefur á hendi það mikilsverða og vandasama starf að stjórna
leikæfingunum og segja leikendunum til um hvernig þeir
skuli leika hlutverk sín eftir öllum >kúnstarinnar reglum*.
Hvert orð, hvert einasta augnatillit og hverja hreyfingu metur
hann og vegur. Alt verður þetta að vera í fullu samræmi við
eðli, skapgerð og annað ástand þeirrar persónu, sem leikandinn
á að sýna, og koma svo vel heim við leik hinna leikendanna
og við efni og geðblæ leiksins, að áhorfandinn trúi því, að
það sé sönn mynd af mannlífinu, sem verið er að sýna. Stund-
um vill svo vel til að leikhússtjórinn getur gegnt starfi leið-
beinandans, til mikils sparnaðar fyrir leikhúsið. Leiksviðs-
meistarinn og málarinn eru í samvinnu við leiðbeinandann um
allan útbúnað leiksviðsins, og leikstjórinn boðar allar æfingar,
sér um auglýsingar og annað, sem prenta þarf. Hann stjórnar
leiksýningunum og hefur gát á, að alt sé í röð og reglu, er
þarf að nota daglega á leiksviðinu, ásamt mörgu öðru, er hann
hefur á sinni könnu. Einstaka leikhús eru nú að hætta því
að nota þul, og ekki er ólíklegt, að hann hverfi alveg úr sög-
unni með tímanum.
Leikhús fornaldarinnar voru þau stærstu, er sögur fara af-
Flaviska hringleikhúsið (Colosseum) í Rómaborg tók um 80
þúsund áhorfendur. Og þó að ekki sé hægt að miða við þá
stærð, þá voru leikhús þess tíma yfirleitt stærri en leikhús