Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 55
eimreiðin
HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEV
35
Og Sigfús gamli hraðaði sér fram í herbergi hjónanna, hélt
annari hendinni í buxnastrenginn, en vingsaði hinni.
— jónas, ]ónas! Stofan er að brenna! Vaknaðu maður!
Stofan er að brenna!
]ónas reis upp við olnboga.
— Hva . . . hvað ertu að segja, pabbi?
— Hvað ég er að segja. Þvílíkar ekki sen leðurhlustir!
Heyrirðu það ekki? . . . Stofan er að brenna!
]ónas vék sér fram á stokkinn — og í þessum svifum
vaknaði húsfreyja. Þau fundu megna reykjarlykt — og snör-
uðu sér í fötin . . . En Sigfús gamli fór inn í herbergi sitt
og tautaði gremjulega í skeggið:
— ]a, hefur nú nokkur heyrt annað eins? Brenna stofunal
Þá er ]ónas hafði klætt sig, fór hann fram á loftið og að
rúmi Halldórs, þreif í öxl honum og hristi hann óþyrmilega:
— Vaknaðu, vaknaðu! Drífðu þig fram úr.
Halldór reis upp til hálfs, og ]ónas hristi hann á ný, til
þess að fullvissa sig um, að hann væri vaknaður.
— Það er kviknað í stofunni — og þú verður að hlaupa
út að Fagureyri og biðja þá að koma með segl og eins
niargar fötur og þeir hafi. Maður verður að minsta kosti að
reyna að bjarga baðstofunni!
Það var sem Halldóri væri svift fram úr rúminu — og
]ónas fór fram að uppgöngunni. Hann greip í handtakið á
hleranum og lyfti honum lítið eitt upp. Svo skelti hann hon-
um aftur og þaut inn eftir loftinu.
Hann rakst á húsfreyju í herbergisdyrunum. Hún hélt í
Sigfús gamla og togaði hann með sér.
— Svona, fylgið þið mér nú eftir! Og ]ónas tók í hand-
legg konu sinni og sneri fram að uppgöngunni.
En Sigfús gamli var ekki í sem beztu skapi. Hann greip í
dyrastafinn og reif sig lausan.
— Hvað ertu að hanga í mér? Þvílíkt bölvað uppátæki!
Brenna ofan af manni húsin!
Sonur hans eyddi ekki við hann orðum. Hann tók þétt-
•ngsfast í hönd honum og togaði hann áfram. Hann studdi
hann ofan stigann — og svo fálmuðu þau sig öll þrjú inn í
Qestaherbergið. Þar fóru þau út um stafngluggann.