Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 52
32 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEV eimreidin
Loks hneig hún niður á rúmið, bærði varirnar, endurtók aftur
og aftur í hálfum hljóðum:
— Er hann virkilega farinn? . . . Er þá alt, alt farið?
Handleggirnir hvíldu á borðinu, og hendurnar hreyfðust 1
sífellu. Fingurnir kreptust og réttust, spertust sundur og lögð-
nst saman aftur . . . Svo rak hún vinstri höndina í eitthvað.
Hún leit á það — og sá, að það var bók Halldórs. Hún
starði á hana nokkur augnablik. Það kom líf í stirðnaða and-
litsdrættina. Hún greip bókina, lét hana hvíla á flötum lóf-
anum. Svo lokaði hún augunum til hálfs, leit á ljósið, horfði
á það gegnum bleika brána. Og hún lifði upp kvöldið, sem
hún sá bókina í fyrsta sinn. Hún sat undir steininum og
horfði á Halldór, ánægjulegan og brosleitan, heyrði hljóðlátan
árniðinn, heyrði orðin, sem vöktu henni fagra og heillandi
framtíðardrauma . . . Og allir höfðu þeir verið blekking, allir
eintóm blekking! . . . Var það mögulegt — var þá ekki til
neinn góður guð, sem hélt hendi sinni yfir smáum og stórum,
ríkum og snauðum? Hún hneig fram á borðið, og sárar og
sogandi stunur þrengdust fram á milli samanherptra varanna-
Þannig lá hún langa hríð — og stunurnar rénuðu smátt og
smátt, unz þær hurfu að fullu. Svo reis hún upp og sat um
stund með stirðnað andlit og starandi augu, hélt af alefli um
bókina, eins og skipbrotsmaðurinn um flakið.
Loks hrökk hún við, hlustaði og skimaði og dró að sér
loftið í löngum teygum. Og hún spratt á fætur, stakk bókinni
í barminn og snaraðist fram að dyrunum. Hún reif upp hurð-
ina, en hörfaði til baka, tók hendinni fyrir brjóstið og hóstaði.
Þykkan reykjarmökk lagði á móti henni — og hún heyrði
undarlegt sog og snark . . . Eitt andartak stóð hún kyr. Svo
fór hún út á ganginn og fálmaði sig fram með veggnum. Nú
sá hún ljósrauðar tungur teygja sig upp úr reyknum; þær
stigu og sigu, slettust og bylgjuðu aftur og fram . . . Og hún
rak upp hljóð, sem kafnaði í þungum og sogandi hósta. Hún
sneri sér við og þuklaði sig áfram, uns hún kom að dyrun-
um á herbergi sínu. Nú var það orðið svo fult af reyk, að
vart sást glóra í ljósið á borðinu . . . Hvernig gat staðið á
þessum ósköpum? Alt í einu datt henni í hug gólfdulan, sem
hún hafði kastað frá sér niðri í ganginum . . . En hver hafði