Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 93
eimreiðin
GORDON BOTTOMLEV
73
A því endar leikritið.
Mér mundi vera ánægja að skrifa um fleiri skáldrit Gordon
Bottomleys, t. d. um Gruach og Britains Daughter, sem
komu út saman 1921, eða þá um kvæðin hans þrjú, A Visiort
°f Giorgione, sem út kom 1910, ellegar þá um leikritin, sem
Sefin voru út í sömu bókinni og King Lear’s Wife árið 1920.
En vegna þess að rúm Eimreiðarinnar er takmarkað, verður
að láta þetta nægja um stórskáldið brezka og íslandsvin-
•nn mikla.
The Riding to Lithend hefur ekki verið sýnt á leiksviðt
enn þá sem komið er. Ekki gæti íslenzka þjóðin, sem Gor-
don Bottomley ann af heilum hug, sýnt honum meiri sóma
nieð öðru en því, að sýna leikinn í Reykjavík, og það áður
en seinlátir samlandar vakna til viðurkenningar á fegurð hans
°9 mikilleik.
Margt hefur verið sagt og í ljós látið um The Riding to
Tithend, sem ég gæti vitnað í. En það, sem bezt mun falla
íslenzkum lesendum, er smákafli úr bréfi frá skáldinu sjálfu:
»Það, sem kom mér af stað, var margra ára einlæg ást á
Islandi og íslenzkum fræðum. Hana hafði ég erft frá föður
mínum og aukið á fordæmi og þýðingum W. Morris, sem ég
leit mjög upp til í æsku. Ritari Ruskins jók enn á þessa
hrifningu mína með myndasafni sfnu af sögustöðunum, þegar
hann kom úr íslandsförinni. Þessar myndir komu síðar í bók
hans.i) Ennfremur varð bók hans um norrænt landnám í
!andi því, sem ég bý í, til þess að ýta undir mig. . . . Ég
ks Corpus1 2) mjög mikið síðast liðið ár, og Njálu og Gretlu
hef ég alt af við höndina*. Alexander MacGill.
1) A Pilgrimage to the Saga-Steads, eftir W. G. Collingwood og ]ón
Stefánsson, skemtileg bók og vel úr garði ger.
2) Utgáfa Guðbrands Vigfússonar af norrænum fornkvæðum (Corpus
Poeticum boreale).