Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 21
eimreiðin
%
Við þjóðveginn.
Fyrir hálfu öðru ári flutti Eimreiðin grein með þessari fyrir-
sögn. Þar var meðal annars vikið að ýmsum málum á dag-
skrá þjóðarinnar, svo sem sjálfstæðismálunum. Bjarni heitinn
lónsson frá Vogi reit í tilefni af því grein í 4. hefti Eim-
reiðarinnar 1925 og lauk þar máli sínu á þá leið, að þörfin
á góðum landvarnarmönnum hafi sjaldan eða aldrei verið
meiri en nú.
Það mun rétt vera, að þessi grein eins okkar árvakrasta
landvarnarmanns á þessari öld hafi verið það síðasta, sem
eftir hann sást á prenti, áður en hann féll frá. Það var í
fullu samræmi við áhuga hans fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðar-
innar og það, hve vel hann stóð oft á verði gegn ýmsum
óhollum erlendum áhrifum, að síðustu orðin úr penna hans
skyldu einmitt verða þessi: »Nú er oss einkum þörf á góðum
landvarnarmönnum«.
Því þetta er sannleikur. Islenzka ríkið er eins og barn,
sem er að komast á legg. Það þarf handleiðslu og stuðning
beztu sona sinna og dætra, til þess það fari sér ekki að
voða. Útlendur gestur, sem hér hefur dvalið undanfarið, dáist
mjög að þekkingu okkar í fornum fræðum og sögu, en furðar
sig á fáfræði okkar í hagfræði og stjórnfræðilegum efnum.
Hann er af kynstofni þeim, sem stjórnsamastur er talinn og
voldugastur, og hann hefur glögt gestsauga. Eðlileg rök liggja
fil þess, að mikið er hæft í dómi hans. Við höfum öldum sam-
an lagt stund á sögu og bókmentir, en við höfum um margar
aldir ekki fengið að stjórna okkar eigin málum, hvað þá ann-
ara. Og skólarnir okkar leggja enn of litla rækt við þjóðfé-
lagsleg og hagfræðileg vísindi.
En landvörn er þó fólgin í öðru en þekkingu í hagfræði.
Hún er fólgin í hæfileikanum til að velja og hafna rétt fyrir
hönd þjóðarinnar. Góð landvörn er ekki eingöngu það að
hamla á móti óhollum erlendum áhrifum, heldur er hún einnig
fólgin í því, að veita nýjum erlendum menningarstraumum yfir
landið og færa okkur í nyt dýrmæta reynslu annara þjóða.
1