Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 42
22 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY EIMREIDIN
voru á svipuðum aldri og hún, en sú þriðja, er Þorbjörg hét,
var komin fast að fertugu.
Kvöld eitt, þegar Laufey kom upp að hátta, sat Þorbjörg
á kistli við rúm sitt og var að bæta skó. Hún var þung á
brún og hvatleg og auðsjáanlega í vondu skapi.
Laufey fór úr pilsinu og treyjunni og tók að flétta á sér
hárið. Hún bar hendurnar seint og horfði dreymandi á kerta-
ljósið, sem brann á rúmstuðli Þorbjargar.
Þorbjörg bar nálina ótt og títt — en alt í einu lét hún
hendurnar falla í keltu sér. Hún starði á Laufeyju, maeldi
hana með augunum og sagði síðan kaldlega og spottandi:
— Þú kemur seint inn, auminginn. Það er ljóta áníðslan
á þér!
Laufey svaraði ekki. Hún hafði lokið við að flétta á sér
hárið, fór nú úr sokkunum og steig upp í rúmið fyrir fram-
an Gróu.
Og Þorbjörg hélt áfram:
Þú hefur líklega ekki séð hann Halldór. Hann var víst
ekki kominn heim, þegar við fórum upp.
Laufey lá grafkyr og hélt niðri í sér andanum. Hún var
ekki hrygg eða reið. Heit og áköf blygðunarkend fór um
hana alla, og hún varð svo magnlaus — og svo undarlega
sæl. Aldrei hafði hún verið bendluð við karlmann, og það
hafði tekið hana svo sárt, að hinar vinnukonurnar létu eins
og hún væri ekki til, þegar þær ertu hver aðra á piltum —
því aldrei hafði hún fundið það jafngreinilega og þá, að ekki
var litið á hana eins og aðrar stúlkur.
Þorbjörg lagði frá sér skóinn, stóð upp og svifti sér úr
treyjunni. Svo settist hún á rúmið og blés gremjulega:
— Ojá, það er víst ekkert svo aumt, að einhver ágirnist
það ekki til einhvers.
Þær Gróa og Þórunn hlógu ertandi — og svo var sem
Þorbjörg væri stungin.
— Já, hlægið þið, gálurnar ykkar. Þið haldið kannske, að
ég sé eins og sumar, sem ekki mega sjá karlmannsnefnu, án
þess að ganga af göflunum. Taktu það til þín, Gróa mín, ef
þú þykist hafa ástæðu til þess.