Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Page 42

Eimreiðin - 01.01.1927, Page 42
22 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY EIMREIDIN voru á svipuðum aldri og hún, en sú þriðja, er Þorbjörg hét, var komin fast að fertugu. Kvöld eitt, þegar Laufey kom upp að hátta, sat Þorbjörg á kistli við rúm sitt og var að bæta skó. Hún var þung á brún og hvatleg og auðsjáanlega í vondu skapi. Laufey fór úr pilsinu og treyjunni og tók að flétta á sér hárið. Hún bar hendurnar seint og horfði dreymandi á kerta- ljósið, sem brann á rúmstuðli Þorbjargar. Þorbjörg bar nálina ótt og títt — en alt í einu lét hún hendurnar falla í keltu sér. Hún starði á Laufeyju, maeldi hana með augunum og sagði síðan kaldlega og spottandi: — Þú kemur seint inn, auminginn. Það er ljóta áníðslan á þér! Laufey svaraði ekki. Hún hafði lokið við að flétta á sér hárið, fór nú úr sokkunum og steig upp í rúmið fyrir fram- an Gróu. Og Þorbjörg hélt áfram: Þú hefur líklega ekki séð hann Halldór. Hann var víst ekki kominn heim, þegar við fórum upp. Laufey lá grafkyr og hélt niðri í sér andanum. Hún var ekki hrygg eða reið. Heit og áköf blygðunarkend fór um hana alla, og hún varð svo magnlaus — og svo undarlega sæl. Aldrei hafði hún verið bendluð við karlmann, og það hafði tekið hana svo sárt, að hinar vinnukonurnar létu eins og hún væri ekki til, þegar þær ertu hver aðra á piltum — því aldrei hafði hún fundið það jafngreinilega og þá, að ekki var litið á hana eins og aðrar stúlkur. Þorbjörg lagði frá sér skóinn, stóð upp og svifti sér úr treyjunni. Svo settist hún á rúmið og blés gremjulega: — Ojá, það er víst ekkert svo aumt, að einhver ágirnist það ekki til einhvers. Þær Gróa og Þórunn hlógu ertandi — og svo var sem Þorbjörg væri stungin. — Já, hlægið þið, gálurnar ykkar. Þið haldið kannske, að ég sé eins og sumar, sem ekki mega sjá karlmannsnefnu, án þess að ganga af göflunum. Taktu það til þín, Gróa mín, ef þú þykist hafa ástæðu til þess.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.