Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 51
eimreiðin HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY 3!
Laufey tók um hana og þrýsti utan að henni höndunum.
Hún horfði á Halldór gljávotum augum, það stríkkaði á munn-
vikunum, og roðinn hvarf úr kinnunum. Svo slepti hún bók-
Inni, hallaði sér áfram og sagði með grátstaf í kverkunum:
~~ Að þú skyldir geta haldið, að ég hefði brugðist þér,
Halldór, ég, sem get ekki hugsað mér lífið án þín!
Skelfingarsvipur kom á andlit Halldóri. Hann studdi hnú-
Unum á borðið og lyfti sér upp af stólnum, starði á Laufeyju,
ems og hann væri hræddur um hún réðist á hann . . . Og
alt í einu spratt hún upp, en riðaði á fótunum og varð að
styðja sig við borðið. Hún dró andann þungt og sogandi og
auSun glömpuðu af angist og örvæntingu . . . Og Halldór
hrökk við. Hann hafði ekki augun af henni, en fálmaði hægri
hendi eftir borðinu, unz bænakverið varð fyrir honum, greip
það og stakk því inn á brjóstið — alt með snöggum og eins
°9 flogkendum hreyfingum. Svo sneri hann sér við, og gekk
fram gólfið, opnaði dyrnar og vatt sér fram á ganginn. Hann
fylgdi þilinu, fálmaði sig áfram, unz fyrir honum varð veggur.
^ann hafði farið í öfuga átt. Hann þuklaði á vösum sínum
°9 heyrði skrölta í eldspýtustokk. Hann þreif hann upp og
hveikti, læddist fram hjá herbergisdyrum Laufeyjar og fram á
shörina. Hann flýtti sér ofan stigann — og niðri í ganginum
hveikti hann á ný. Hann sá að dyrnar voru opnar inn í
Söngin, fleygði frá sér eldspýtunni og fór inn. Hann þreifaði
a brjóstinu, þá er hann kom inn í frambaðstofuna . . . ]ú,
bókin var á sínum stað. Hann studdist við rúmstuðul og
síundi sárt og aumkunarlega. — Hversvegna hafði hann ekki
látið vera að fara með henni upp? Hafði þetta kannske ekki
eins og slegið hann úti á túninu um daginn? . . . Nei, það
Var bezt að gefa sig ekki að neinum. Allir voru varhuga-
yerðir á einhvern hátt. Þá væri nú fyrst úti um alt, ef hann
^ri að taka Laufeyju með sér austur. Hann sá þá sveitunga
sma — og hann heyrði þá tala: Nú er hann Halldór heimótt
bominn — og með honum krypplingsstelpa að vestan . . .
'Iei> þá gat hann alveg eins gengið í sjóinn . . . Að henni
sbyldi geta dottið þetta í hug!
• • • Laufey stóð um stund kyr, þá er Halldór var farinn.