Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 65
eimreiðin
LEIKHÚS NÚTÍMANS
45
hreinu lofti inn í húsið. — Þessi lýsing á auðvitað ekki við
öll leikhús, en það er þó sameiginlegt með þeim öllum, að
alt hugsanlegt er gert til þess að gera þennan dvalarstað
áhorfendanna sem vistlegastan og sem mest aðlaðandi, svo
að leikhúsvistin geti orðið þeim hvíld frá daglegum áhyggjum
og striti, og að þeir geti notið þar í friði og í sem fylstum
mæli listarinnar, sem þeir koma til þess að sjá og heyra.
Það er því alstaðar talin hin megnasta ókurteisi — bæði
gagnvart leikendum og leikhúsgestum — að koma í leikhúsið
eftir að sýningin er byrjuð og trufla með því frið og lista-
nautn áhorfenda.
Leiksviðið, þessi margumtalaði og leyndardómsfulli staður
bak við tjaldið og rennuljósin, hefur æfinlega staðið fyrir
hugskotssjónum manna sem einskonar æfintýraheimur fullur
gleði og leiks. Fæstir óviðkomandi þekkja allar hliðar á lífinu
þar — né vita um alt það ótrúlega margbrotna og afarerfiða
starf, sem þar er leyst af hendi. Og því síður er mönn-
um það ljóst, hvað leiksviðið í raun og veru er margbrotin
vistarvera, og hvað margir og sundurleitir kraftar verða að
vinna þar saman í hárfínni nákvæmni til þess aðeins að sýna
eina sýningu, sem frá áhorfendunum séð, virðist einföld og
létt viðfangs. Hér er ekki hægt að lýsa leiksviðinu nákvæm-
lega, enda er það að mörgu leyti enginn ávinningur fyrir áhorf-
endur að fá að vita upp á hár um allan útbúning leiksviðs-
ins. Margt af því> er og verður að vera leyndardómur, sem
leikhúsið eitt veit deili á.
Eins og áhorfendasviðin eru leiksviðin mjög misjöfn að
stærð, og úr hvaða efni sem leikhúsin eru bygð, er þó leik-
sviðið æfinlega fullkomlega aðskilið frá áhorfendasviðinu, með
þykkum eldtraustum vegg, og með fortjaldinu, sem hylur allar
leiksviðsbreytingar, takmarkar lengd hvers þáttar, og lokar
leiksviðinu fyrir áhorfendunum í leikslok. Til tryggingar gegn
eldsvoða er í öllum leikhúsum annað tjald fyrir leiksviðinu,
niargfalt og úr járni. Er þessu tjaldi hleypt niður framan
við hitt á milli þess sem leikið er, og ef eldur kemur upp
í húsinu.
Leiksviðið er venjulega ferkantað að Iögun. Hæð þess er