Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 116
•96
RADDIR UM MVND BÓLU-HJÁLMARS eiMREIDIN
og fékk mér. Þetta var þá útskorinn köttur úr tré með svartar perlur
í glyrnunum, en svo vel skorinn, að tilsýndar var hann sem lifandi að
sjá. Er það sannmæli um hann (a: Hjálmar), að hann væri þjóðarinnar
1röll á sinni öld, bæði til lífs og sálar. Ég hef séð mynd af honum eftir
Ríkarð )ónsson, og er hún meistaralega gerð. En þó er hún ekki lík a^
útliti, sem ekki er von, þar hann sá ekki karlinn, og skal ég nú lýsa
honum svo nauið er ég man hann. Hjálmar var á hæð við þrjár álnir,
baraxlaður og lotinn í hálsi og gekk ætíð hálfboginn; ekki sver ef,ir
hæðinni og þótti leiðinlegur á fæti. Ennið á myndinni er líkt, en þó lík’
ara, ef skallinn hefði fylgt, því hann var sköllóttur aftur á hnakka og
varð það snemma. Sagði hann svo sjálfur frá. Nefið er líkt á myndinnt
og hakan. Heldur er myndin mjóleit á niður-andlitið. Hann var mjoS
kjálkasver, var útslag á þeim, kinnfiskasoginn og kinnbeinasver, opm-
myntur og nokkuð varaþykkur, rytjuskegg á vöngum, en rakaði granir,
sem þá var siður; fölur í andliti og skarpleitur, brúnasver með brúna-
skúfa. Augun, þá hann leit upp, voru líkt og í hringeygðum hesti, hvitm
haugar í kringum sjáaldrið, en svo hvasseygur, að sumum ægði við, ÍH1*
og hann hefði ægishjálm í þeim. Myndin tæki sig betur út, ef hún værl
hvít á hörundslit. Nú hef ég lýst karlinum, það ég bezt man, og mun
■vera nokkuð rétt“.
Uilhjálmur P. Gíslason: EGGERT ÓLAFSSON. Reykjavík. Bóka-
verzlun Þorsteins Gíslasonar. 1926,
Það er ekki langt um liðið síðan skráð var rækilegasta rit um EgSer*
Ólafsson á undan þessu (eftir Halldór Hermannsson í Islandica XVI 1925),
og má að miklu leyti sjá, hvað V. Þ. G. leggur nýtt til málanna, me^
því að bera bók hans saman við það. Stærðarmunurinn einn getur veitt