Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 35
E'Mreiðin HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY 15
hún leit hvorki til hægri eða vinstri, stóð grafkyr, eins og hún
væri hrædd um að missa valdið yfir sjálfri sér, ef hún hreyfði
S19 hið minsta . . . Nokkur augnablik liðu . . . Svo heyrði
hún fótatak, þungt, seint og þreytulegt. Það færðist fjær og
fjær — og loks heyrði hún ekkert nema skrjáfið í skrælnuðu
kálinu, er andvarinn fór um það fingrum sínum . . .
Fatan féll glamrandi í grjótið. Laufey hallaðist áfram, þrýsti
brjóstinu að hellunum í hleðslunni. Svo lagði hún aftur augun
°9 greip báðum höndum í visið grasið á veggnum.
• . . Atti hún að trúa því, að hann væri öðruvísi en allir,
aHir aðrir?
II.
Laufey var að fara á engjarnar. Hún trítlaði fram fjárgöt-
urnar, heit og rjóð af ákafa . . . Að hún skyldi þurfa að vera
svona sein, einmitt í dag! Hún hafði hraðað sér eins og hún
9at við mjaltirnar og hrifsað í sig matinn í mesta flýti. Svo
hafði hún haldið sig mega fara. En þá var ekki því að heilsa.
Hún var látin hlaupa erindi til næsta bæjar, þvo skápana í
búrinu og síðan gólfið.
• . . En hún gat samt ekki annað en verið glöð . . . Hvers-
vegna gaf Halldór meiri gaum að henni en öðrum? . . .
Hversvegna hafði hann stanzað og starað svona á hana í
gærkvöldi? . . . Hafði hann ekki ætlað að segja eitthvað við
hana? . . . Spurningarnar komu ein af annari, léku í hugan-
um, lýstu og vermdu . . . Og alt var svo dásamlegt í dag.
Hafgolan dansaði yfir mýrar og móa, skildi þaradauninn eftir
a leiðinni og tók fangið fult af ljúfum ilmi af lyngi og stör.
• • • En sú blessað angan . . . Eða þá sólskinið! Það glamp-
aði á tjarnir og flóa — og áin var eins og dimmblátt klæði,
uieð silfruðum köflum og tindrandi teinum. Og Laufey gleymdi
hún var að flýta sér. Hún sneri sér við og horfði heim-
Htir dalnum. Þarna niðri við sjóinn breiddi áin úr sér, fossaði
um stórgrýtta fjöruna, varð að ótal glitrandi rákum. Það var
högrið í bláu klæðinu. Úti á firðinum voru bátar á siglingu.
^að logaði rautt og leiftraði hvítt, er sólin skein á þanin segl-
ln- Hinum megin fjarðarins ljómaði á hvíta gafla og glampaði