Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN
HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY
39
9ert, þegar hún kom í kauptúnið. Nú störðu þeir á hana,
bögulir og hátíðlegir.
Þegar hún kom að húsi prestsins, gekk hún rakleitt inn í
9anginn og drap á dyr á skrifstofunni. Presturinn opnaði —
°9 hún heilsaði honum með handabandi. Hann brosti hlýlega
°9 bauð henni inn. Hún gekk inn á mitt gólfið og nam þar
staðar. Presturinn lokaði, settist niður og benti henni á stól.
— Nei, þakka prestinum fyrir. Ég ætla ekki að setjast.
Eg ætla strax inneftir.
Svo varð þögn.
— Er það nokkuð, sem ég gæti gert fyrir yður? sagði
Presturinn síðan góðlega.
Laufey stakk hendinni niður á brjóstið og dró upp bókina.
— Ég ætla að biðja yður að koma þessu til skila. Mér
finst þér vera rétti maðurinn. Hún varð eftir hjá mér síðasta
tívöldið, sem hann lifði — og ég hef engum sýnt hana, því
að ég vissi, að hann kærði sig ekki um að aðrir sæju hana
en ég . . . Hún talaði skýrt og rólega, en tárin hrundu niður
^innar henni.
Presturinn tók við bókinni og blaðaði lítið eitt í henni.
Það var eins og honum brygði — og hann leit snögt á Lauf-
eVÍu. Svo sat hann um hríð og horfði út um gluggann, hugs-
andi og dapurlegur. Loks varp hann öndinni og sagði eins
°9 við sjálfan sig:
— ]a, hvað skal segja? . . . Hann var þó að bjarga því,
Sem honum þótti vænst um.
Og Laufey kinkaði kolli . . .
Hún kvaddi prestinn, og hann fylgdi henni fram í ganginn.
Svo gekk hún út og gerði gott, gaf öllum jafnt, smáum og
stórum, æðri og lægri. Hún hafði af svo miklu að taka. Hún
var svo rík, hún Laufey.