Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 109
eimreiðin
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAQS
89
inn við hófsemisritgjörðina eptir Dr.1) og Gunlog Þorðarson,
°2 var það tekið með öllum atkvæðum.2) Br. Pjetursson las
UPP kvæði sem heitir »01und« 3) og var tekið með öllum at-
^væðum. G. Thorarensen las upp bref til móður hans, og
yar það tekið með öllum atkvæðum, hann bað forseta að
lata velja nefnd til að gá að orðfærinu á því og voru valdir
Konrað með 6 Br. Pjet með 5 og sjera Pjetur með 4 atkvæðum.
P; Pétursson. H. K. Friðriksson. Glgr. Þórðarson
Br. Pjetursson B. Snorrason G. Thorarensen
112. fundur 1844]
Laugardaginn 6 April var fundur haldinn á sama stað og
vant er, vóru 7 á fundi. Forseti las upp áframhald af hóf-
semisritgjörðinni eptir Br. Pjetursson og Honráð Gíslason og
endahnútinn á hana eptir sjálfan sig, var hvorutveggja tekið
^eð öllum atkvæðum;4) sleit svo fundi. —
P: Pétursson. B. Thorlacius. H. K. Friðriksson.
Br. Pjetursson. Br. Snorrason. G. Þórðarson
G. Thorarensen
[13. fundur 1844]
Laugardaginn 13 Apríl var haldinn fundur á sama stað og
l>ma og vant er, og voru 7 á fundi. Sýslumaðurinn yfir
Skaptafellssýslum Br. Pjetursson 5) las upp kvæði eptir ]ónas
sem hann kallar »jeg bið að heilsa« og var það tekið með
öllum atkvæðum.6) Doctor P. Pjetursson sagðist verða að
segja af sjer forseta embættinu, því vel mætti vera að hann
faeri heim í næstu viku, kom öllum saman um að velja for-
1) Þ. e. dr. theol. Pétur Pétursson, formanninn.
2) Sbr. 10. fund 1844, m. aths.
3) Prentað í Fjölni, 7. ár, bls. 104—105; eftir Qr. Þ. (Thomsen).
4) Sbr. 10. og 11. fund, m. aths. Það sem hjer er átt við mun vera
á bls. 67—70 í Fjölni, 7. ár.
5) Brynjúlfi hafði 9. s.m. verið veitt Skaftafellssysla; en 25. s.m. varð
hann ritstofufulltrúi í rentukammerinu. — Fór aldrei heim til sýslunnar.
6) Prentað á bls. 105—6 í 7. árg. Fjölnis.