Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 36
16 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEV eimREIDIN
á grænleitar rúður . . . Ójá, ójá, það var þó sannarlega sól
og sumar í dag. Og Laufey hélt af stað, gekk hægar en áður
og dró að sér loftið í löngum teygum.
Hún kom á engjarnar að afliðnu hádegi. En Halldór var
ekki hjá hinu fólkinu. Hún svipaðist um . . . ]ú, þarna var
hann uppi undir barðinu.
— Laufey! Það var húsbóndinn sem kallaði. — Þú gefur
farið upp undir barðið og rakað eftir honum Halldóri.
Laufey drap höfði. Blóðið tók að ólga í æðunum. Nú átti
hún að vera ein með Halldóri . . . Og skyndilega skaut upp
hjá henni nýrri hugsun: Ef hann væri nú reiður. Hún hafði
hagað sér svo bjánalega í gærkvöldi, staðið þarna eins og
glópur og starað út í loftið, eins og hún vildi ekki heyra
hann eða sjá! Hún gekk hratt og fór beint af augum. Hvað
eftir annað óð hún mýrarvatnið í ökla.
— Nú þykir mér þú heldur velja þér leiðina! kallaði hús-
bóndinn á eftir henni.
En hún svaraði ekki, nam ekki staðar fyr en uppi í slægr
unni — og hún tók að raka af kappi, án þess að líta á Hall-
dór. Loks skotraði hún til hans augunum, þá er hún tók upp
fyrsta fangið. Hann hamaðist við sláttinn og sneri við henni
baki. Og hún tók að raka á nýjan leik, horfði niður í ljána
og leit hvorki til hægri né vinstri . . . Nú var hann farinn að
brýna. Brýnið skall svo ónotalega á ljánum, að hljóðið skar i
eyrun . . . Nei, nú þoldi hún ekki lengur við. Nú varð hun
að líta á hann. Hún hætti að raka og hallaðist fram á hríf-
una. Þarna stóð hann berhöfðaður og horfði á hana út undan
þykku, dökkjörpu hárinu. Og augun voru svo undarlega stor,
raunaleg og spyrjandi . . . Nei, hann var henni ekki reiður.
En það var sem hún sæi sinn eigin einstæðingsskap í þess-
um augum. Hún fann hjá sér ákafa löngun til að vera honum
góð. Hún brosti — og brosið lék ekki aðeins um varirnar.
Andlitið ljómaði — og úr grábláum augunum stafaði birtu og
yl. Halldór leit undan, en Laufey sá, að drættirnir í andlitmu
urðu mýkri. Nú strauk hann seint og mjúkt eftir ljánum
og þá var sem brýnið gældi við eggina . . . Loks sneri hann
sér við og byrjaði aftur að slá.
Fólkið, sem var niðri á mýrunum, flutti lengra fram í dal-