Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 64
44
LEIKHÚS NÚTÍMANS
eimreidin
hillum, þar sem hljóðfæri eru geymd. Hitt er setustofa, þar
sem hljóðfæraleikararnir halda til á milli þátta og hafa minni
æfingar.
Aftan við áhorfendasviðið, og oft uppi á annari hæð, er
hinn svonefndi áhorfendasalur. Þar dvelja áhorfendurnir í
löngum hléum, og þar fara fram ýmsir hátíðlegir atburðir,
sem koma leikhúsinu við. Salur þessi er oftast vandaður og
oft búinn miklu skrauti, stundum prýddur myndastyttum og
málverkum af liðnum listakonum og mönnum leikhússins. I
þessum hluta hússins, og oft nálægt áhorfendasalnum, er veit-
ingasalur, þar sem menn geta fengið sér hressingu á milli þátta.
I þessum enda hússins er inngangur fyrir áhorfendur, ásamt
forstofum og klefum fyrir miðasölu. Breiðir, þægilegir stigar
liggja úr forstofunum upp til allra hæða áhorfendasviðsins.
Aftan við hverja hæð er breiður gangur, og er gengið af
honum inn í sætastúkurnar á hæðinni. Gangar þessir eru svo
breiðir, að þar komast einnig fyrir fatageymsluklefar áhorf-
enda. Geyma þeir þar höfuðföt sín og yfirhafnir á meðan á
sýningunni stendur. Afgreiðslufólk fataklefanna veitir klæðnað-
inum móttöku gegn tölusettu spjaldi, sem leikhúsgesturinn fær
og afhendir svo, þegar hann veitir klæðnaðinum aftur móttöku.
Ollum dyrum áhorfendasviðsins er vandlega lokað með
þykkum hurðum, og þess utan eru oft fyrir dyrunum þykk
tjöld, til þess að útiloka allan utanaðkomandi hávaða. Samtöl,
umgangur og annar hávaði, er stranglega bannaður meðan á
sýningunni stendur, þar sem slíkt glepur, og getur jafnvel
eyðilagt áhrif þess, sem er að gerast á leiksviðinu.
Ahorfendasviðið sem sýnt er á myndinni er allskrautlegt.
Loftið er prýtt málverkum af listagyðjunum níu. Svalir og
súlur eru skreyttar gyltum útskurði, upphleyptum rósum, mál-
uðum fögrum litum og útflúri. Sætin eru stoppuð og klædd
skinni eða dúk, og dúkur er á gólfinu. Hitaleiðsla er undir
gólfinu, og leggur hlýjuna upp í gegnum járngrindur, sem eru
á gólfinu undir sætunum. Geysistór rafurmagnsljósahjálmur
niður úr miðju loftinu lýsir salinn mjúkri viðfeldinni birtu.
Þess utan eru margir smærri lampar hér og þar á svölunum
og neðan til á veggjunum. Stóreflis rafurmagnsþeytarar sveifla