Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 108
88
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAQS
eimreiðin
kvæðum. 3É- »Eg vil kissa« útlagt kvæði eptir Aðalbert Cha-
misso og var tekið með 4 atkvæðum.1)
P: Pétursson. Konráð Gíslason. B. Thorlacius. B. Snorrason
Br. Pjetursson. H. K. Friðriksson G. Thorarensen
[10. fundur 1844]
Laugardæginn 23 Marts var fundur á sama stað og vant
er, vóru 6 á fundi. Doctorinn 2) bar það first upp að prent-
aran vantaði nú handrit, hann sagðist nú ekki endast til að
semja viðbætirinn við hófsemisritgjörðina,3) og líka þirfti að
safna saman skírslum þeim er feingist hafa að heiman, og
sagðist hann helst vilja að nefnd yrði valin til að semja þetta,
enn ekki þókti mönnum það ráðlegra [en] að hann annaðist það
eirn. Því næst sögðu menn frá, hvur úr sínu brjefi, það er
þeir höfðu frjett að heiman um hófsemisfjelögin á Islandi.
Þvínæst voru þeir Pjetr prófastr og Gunnl. Þórðarson, valdir
til að semja skýrslu um athafnir hins íslenska hófsemdarfje-
lags í Kpmh. frá því það var stofnað og þangað til nú.4)
Síðan var rædt um hvernig bókasalan hefði gengið heima og
hvað menn hefði heyrt frá fjelagsmönnum okkar á íslandi. —
Gísli Magnússon las upp ritgjörð fra Vigfúsi Thorarensen, og
var hún tekin með 4 atkvæðum, NB, ef rúmið Ieifir; til að
skoða hana voru valdir í nefnd. Herra Pjetr prófastr. Hr
Gísli Magnússon og Konrað — Gísli Thorarensen varamaðr
og átti hann að taka við af Konráði ef Konráð kæmist ekki til.
P: Pétursson. Konráð Gís/ason. Br. Pjetursson
H. K. Friðriksson G. Magnússon B. Snorrason
[11. fundur 1844]
Laugardaginn 30. Marts var fundur haldin á sama stað og
vant er og voru 6 á fundi. Br. Pjetursson las upp viðbætir-
1) Kvæöin eru í Fjölni, 7. árg., bls. 28—32.
2) Þ. e. forseti, Pétur prófastur.
3) Sbr. 8. fund 1844.
4) Sbr. Fjölni, 7. ár, bls. 58—67.