Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 53
®imreiðin HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY 33
Wikt þar á eldspýtu? . . . Halldór? Hún þaut inn herbergis-
Sólfið 0g opnaði gluggann. Hann vissi út að lækjargilinu —
^dli þess og veggjarins var að eins mjór grasgróinn rimi, en
^rött klöpp ofan í lækinn. En Laufey vissi, að út um þennan
Slugga varð hún að fara. Herbergið hinum megin á loftinu
Var ramlega læst — og glugginn á ganginum var langt uppi
a þaki. Hún heyrði, að eldurinn færðist í aukana. Hitinn
lókst — og það var orðið illvært í herberginu fyrir reyk.
Hún vatt sér að rúmi sínu, þreif yfirsængina og bisaði henni
uí um gluggann. Svo fálmaði hún sig að rúmi þeirra Þor-
^iargar og Þórunnar, en fékk ákafa hóstakviðu, sneri sér við,
lagðist niður og skreið út að glugganum. Hún greip í glugga-
iiistuna, reisti sig upp og stakk höfðinu út. Hún fékk nú eina
hóstahviðuna af annari — og fann, að mátturinn var á þrot-
um. Hún vó sig upp í gluggakistuna, greip báðum höndum
um póstinn og lét sig síga niður. Hún beit saman tönnunum,
iút aftur augun — og slepti. Hún kom niður á sængina, nam
e^hi staðar, en valt fram af klöppinni . . . Svo vissi hún ekki
af sér um hríð. Þá er hún raknaði við, fann hún, að hún lá
a bakinu í vatni. Hún mundi þegar, hvað fram hafði farið,
fann, að loftið var þrungið af reyk — og að hita lagði frá
húsinu. Hún reis upp við olnboga, en rak upp hljóð og sé
ut af aftur. Köldum svita sló út á enninu á henni, og hún
shalf eins og hrísla. Hún beit á jaxlinn og sneri sér við. Hún
hendi sársauka aftan í höfðinu — og hana verkjaði ákaft í
Vinstri fótinn. Hún kom sér á hnén og skreið af stað, en
var& að harka af sér við hverja hreyfingu. Henni tókst að
t>°ka sér upp úr vatninu, þar eð sá bakkinn, sem fjær var
húsinu, var lágur og sléttur. Skamt fyrir neðan var brú á
Isshnum, og Laufey mjakaði sér niður á við, þá er hún hafði
hvílt sig um stund. Henni miðaði áfram, þumlung fyrir þuml-
Un2 — en loks sé hún út af og gat ekki reist sig. Hún var
að mestu komin út úr reyknum, sem lagði undan hægri golu
heint inn ef{jr grundunum. Hún 'sá hann velta í þykkum
shýjum út um gluggann á ganginum, og við og við teygðu sig
9e9n um hann blaktandi eldtungur. Hún heyrði logana hvæsa
°9 soga — og hún gerði tilraun til að reisa sig upp. Hún
Varð að reyna að komast niður á brúna og dragast heim að
3