Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 95
eimreiðin
Hugleiðingar um skáldskap.
Skiftar eru sjálfsagt skoðanir manna um það, í hverju
sháldskapur sé eiginlega falinn, — hvað valdi því t. d., að
skáldskapur sé í þessu kvæði, en ekki í hinu. Oft og einatt
‘e9gja menn mesta áherzlu á formið, en þó vakir líklega fyrir
‘lestum óljós grunur um það, að skáldskapur sé eitthvað ann-
að og meira en fagurt form. En hitt mun sjálfsagt vefjast fyrir
jnönnum, ag gera þess jj5sa grein, hvað þetta »eitthvað« sé.
Hér fara á eftir nokkrar hugleiðingar um þetta efni, eins og
það horfir við frá mínum bæjardyrum.
I.
Eg hygg, að skáldskapur sé fyrst og fremst skilningur og
♦úlkun. Skáld eru þeir, sem skilja og túlka mannlífið (ytra eða
•nnra) eða náttúruna, ellegar þá samband hvorstveggja og
Sagnkvæm áhrif þeirra á milli. Ljóðskáldin (í þrengri merk-
'ngu, ljóðræn, lýrisk skáld) lýsa einkum svari mannlegra til-
hnninga við áhrifum utan að eða neðan úr sálardjúpinu. Skáld
Purfa ekki að vera listamenn. Skáldskapur þarf ekki að vera
°g er ekki fyrst og fremst list, þótt hann geti verið það,
heldur er hann gjöf, — meðfæddur hæfileiki til að skilja og
[úlka. List er eitthvað, sem verður lært, einhver íþrótt, og
pannig litu norræn fornskáld á skáldskapinn, að hann væri
jþrótt; t. d. segir Egill Skallagrímsson í Sonatorreki: Gafumk
'l>rótt ulfs of bági, vígi vanr, vammi firrða, o. s. frv.; þó er
Sonatorrek harla langt frá því, að vera eintóm »list«. Forn-
sháldin þurftu svo margt og mikið að læra, að þeim má fyrir-
9efa, þótt þeir viltust á skáldskap og íþrótt, og það því frem-
Ur sem skáldskapurinn er einnig íþrótt, þótt það sé ekki
aðalatriðið. Skáldskapur í venjulegri merkingu orðsins er
skilningur og túlkun í sérstöku formi, sem fer eftir listasmekk
hvers tíma, og það er íþrótt, að kunna með það form að
jara, — það verður lært, það er »list«. En skáldskap, í eigin-
*egn" merkingu orðsins, er ekki unt að læra, þótt læra megi
reglur um ytra form kveðskapar eða sagnagerðar. En skáldin
shilja margt betur en aðrir og geta túlkað það, sem þau skilja,
svo að það, sem vakir óljóst fyrir almenningi, verður ljóst við
Pieðferð þeirra. Fyrir því geta skáldin orðið boðberar og
Postular nýrra hugsana, sem liggja svo að segja í loftinu. Þau
eru í huldu samfélagi við tíðarandann, við andlega strauma í