Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 67
EIMReiðin LEIKHÚS NÚTÍMANS 4r
útbunaði, sem er á þessari efstu hæð kjallarans. Til þess að
sfyðja leiktjöldin, sem verið er að nota, eru hafðar járnstoðir,
sem ganga ofan í gegnum gólfið og niður í sterkar járngrind-
Ur á efstu kjallarahæðinni. Þessar grindur eru á hjólum og
fenna eftir járnteinum, sem eru í kjallaragólfinu. Þversum eftir
öHu leiksviðsgólfinu eru mjóar rifur, sem þessar stoðir svo
leika í, og er hægt að aka þeim fram og aftur og nota þær
hvar sem vera skal á leiksviðinu.
Eins og kunnugt er hefur það mikla þýðingu fyrir leikhús-
In. að hægt sé að skifta um leiktjöld á sem allra styztum tíma,
svo að áhorfendur losni við hin leiðinlegu og oft of löngu hlé,
sem margsinnis stórskemma áhrif leiksins. Bezta úrræðið til
þess að flýta fyrir leiksviðsbreytingunum er hið svo nefnda
hverfisvid (Drejescene). Er því þannig háttað, að miðkringla
leiksviðsins er hreyfanleg; hvílir hún á mörgum hjóluni, er renna
eftir hringlaga járnteinum, er liggja undir gólfinu. Þessari
kringlu er svo snúið í hring á fáeinum mínútum, með hreyfi-
vél. Og í leikbyrjun er oft hægt að hafa allar sýningar leiks-
lns tilbúnar, hverja á sínum stað á kringlunni, svo ekki er
annað að gera við þáttaskifti en að snúa sviðinu þannig, að
næsta sýning viti móti áhorfendunum.
Þau leikhús, sem ekki hafa þennan útbúnað, bæta oft úr
skák með því að búa til einskonar hverfisvið ofan á hinu
leiksviðsgólfinu. Er það þá útbúið eins og stór kringla á litl-
Uln guttaperka-hjólum, og er því venjulega snúið af handafli.
í leiktjaldagerðinni er aðaláherzlan lögð á það, að tjöldin
séu sem allra náttúrlegust — sem líkust því, sem þau eiga að
tákna — og eigi vel við efni og anda leiksins, sem í þeim á
að birtast. Þessi stefna í tjaldagerðinni hefur áunnið það, að
a síðustu áratugum hefur leiksviðsútbúnaðurinn náð geysi-
niikilli fullkomnun. T. d. eru skógarsýningar oft svo lýtalausar,
að tæplega er hægt að gera mun á skógi leiksviðsins og á
skóginum úti í náttúrunni, — svo vel tekst leikhúsmálurum
nútímans að mála sterkleg tré með laufríkum skjálfandi krón-
um. — Og grænan grassvörð leiksviðsins, prýddan marglitum
blómum, er naumast hægt að greina frá grassverði skógarins
úti á víðavangi.
Orðugast hefur það gengið að sýna himinhvolfið. Til þess