Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 100
so
HUGLEIÐINGAR UM SKÁLDSKAP
eimreiðin
kveðskapar og^ sagnaritunar (epos) germanskrar hetjualdar,
sem endar á íslandi á 13. öld. Milliliðurinn eru rómantiskar
stefnur, sem hófust í Vestur-Evrópu á 12. öld eða fyr, og
vantar þær að vísu dramatiskan kraft þann, sem finst í bezta
sagnaskáldskap, en baða sig í þess stað í tilfinningum, há-
fleygi og mælskulist (rhetorik); dæmi hinnar nýrri stefnu finn-
ast á einstaka stað í íslendingasögum, t. d. í Fóstbræðra-sögu.
Sagnagerð nútímans er að eins miklu frjálsari um efnisval og
meðferð en sagnaskáldskapur hetjualdarinnar, t. d. íslendinga-
sögur, sem bundnar voru af arfsögnunum, en aðferð og mark-
mið beggja er það sama, — að sýna brot af lífinu með
greinilegum skapgerðarlýsingum og án annars »háfleygis« og
annarar tilfinningasemi en þeirrar, er felst í efninu sjálfu.
Vegna þessa nána skyldleika geta nútíðarmenn notið Islend-
ingasagna og annara sagna, sem ritaðar eru í sama stíl, eins
og þær væri nútímaverk. en slíkt er lítt mögulegt um flest
önnur miðaldaverk. —
Auðvitað er allur skáldskapur tengdur við persónuleik skálds-
ins. Raunsæisskáldin heimtuðu, að skáldsaga væri »un coin
de la vie« (brot af lífinu), en þau voru svo vitur að bæta við:
»vu á travers d’un temperament« (eins og það kemur sér-
stöku lundarfari fyrir sjónir). Hitt er annað mál, að þau skáld
viltust oft að því leyti, að þau héldu, að ekkert væri raun-
verulegt nema sorpið. Og að vísu er svo mikið um sorp •
heiminum, að þau hafa mikið sér til afsökunar. En skáldið ma
ekki fara að prédika eða trana sjálfum sér fram utan hja
söguþræðinum. Öll sú prédikun, alt það af lundarfari og skoð-
unum skáldsins, sem leyfilegt er að sjáist, á að koma fram
sem lífrænn hluti af sögunni sjálfri og skapgerð persónanna.
Sagnaritun Islendinga að fornu byrjar sem vísindi og endar
sem skáldskapur. A hæsta stigi sínu sameinar hún þetta tvent,
— sannfróðleik vísindanna og skilning og túlkun skáldskapar-
ins. Lengra verður varla komist í sögulegum skáldskap og e*
til vill ekki heldur í sögulegum vísindum. Öll sagnfræði, sern
saga getur heitið, er episk, — er skáldleg að vissu leyti-
Þarna mætast skáldskapur og vísindi, — hvorttveggja vill
skilja og túlka, en vísindin tala aðallega til vitsmunalífs manna,
en skáldskapurinn til tilfinningalífsins. — Rímurnar íslenzku
eru framhald bæði kveðskaparins forna (dróttkvæða og Eddu-
kvæða) og sagnaritunarinnar að vissu leyti. En sagnaskáldskap
í óbundnu máli, sem samsvarar kröfum nútímans og þykist
ekki vera annað en skáldskapur, — er laus við fjötra erfða-
efnanna, — fáum við íslendingar ekki fyr en með Jóni Thor-
oddsen. Það var að vísu rómantiska stefnan snemma á 19.
öld, sem bar hann áfram, en sem fyrirmynd hefur hann áreið-