Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 110
90
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS
EIMREIÐIN
seta first um sinn er sæi um það er eptir væri af prentun
Fjölnis, og fjekk syslumaðurinn öll atkvæði nema sitt. G.
Thorarensen stakk uppá að fundur irði haldinn í næstu viku
til að gjöra út um lögin svo þau irðu bókuð, og fjellust
menn á það með fimm atkvæðum, og sagði syslumaðurinn
mönnum til fundar hjá sjálfum sjer einni stundu fyrir mið-
aptan á miðvikudæginn kemur.
Doctorinn !) lofaði að senda Fjölni ritgjörð í seinasta lægi.
með postskipi í vetur, ef hann lifði, og Syslumaðurinn lofaði
öllu hinu sama
sleit svo fundi. —
P. Pétursson. B. Thorlacius. Konráð Gís/ason.
H. K. Priðriksson Br. Pjetursson. Br. Snorrason
G. Thorarensen.
114. fundur 1844]
Miðvikudaginn 17. dag aprils varð ekki fundur hafður af
því ekki komu nema 6 á fund, og Herra G. Thorarensen
þurfti að fara aptur, so of fáir þóttu eptir til að ræða lögin-
Br. Pjetursson.
Raddír
um mynd Bólu-Hjálmars.
ÚI af mynd Ríkarðs Jónssonar af Bólu-Hjálmari, sem birtist í Eimr.
XXXII, 3, bls. 227, hefur henni borist eftirfarandi ummæli. Eins og les-
endurnir sjá, eru dómarnir um það, hve lík mynd Ríkarðs sé Bólu-
Hjálmari, ekki allir á eina lund. Er það gott, að frá sem flestum þeirra,
sem muna Bólu-Hjálmar eins og hann leit út — en þeir munu sárfáir
eftir á lífi — komi eins glöggar lýsingar á honum og unt er. Mætti þa^
1) Dr. Pétur Pétursson.