Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 48
28
HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY
eimreiðin
í ganginum og braut flöskuna. Hún sótti þá lampann, fór
með hann út og lét á hann. Hún kveikti á honum, þegar hún
kom inn í ganginn — og svo tók hún að þurka upp af gólf-
inu. Þá er hún hafði lokið því, heyrði hún fótatak úti á hlað-
inu. Hún hélt annari hendi um lampann, sem stóð í stiganum,
og í hinni hafði hún gólfduluna. Glasið á lampanum tók að
skjálfa — og hún varð að sleppa honum, svo að það hrykki
ekki af. Enginn var í frambænum utan hún — og fótatakið
úti á hlaðinu var eina hljóðið, sem heyrðist. Hún þekti þetta
fótatak. Það bergmálaði í sál hennar, kallaði fram þjáningar
hennar, vakti vonir hennar. Og nú gleymdi hún öllu nema
því, að nú yrði hún ein með honum, sem hafði hamingju
hennar í hendi sér — og nú yrði hún, nú yrði hún að sigra.
Blóðið ólgaði í æðunum, brann í kinnunum — og það suðaði
fyrir eyrum henni. Augun voru stærri og myrkari en venju-
lega — og hún skalf frá hvirfli til ilja. Þannig stóð hún, þá
er Halldór kom í dyrnar.
Hann nam staðar með höndina á snerlinum. Hann starði á
Laufeyju, stóreygur og fölur. Svo kom vandræðasvipur á and-
litið — og hann deplaði augunum ótt og títt. En hann stóð
grafkyr, eins og augnaráð Laufeyjar hefði fjötrað hann.
Laufey slepti dulunni, sem hún hafði þurkað með upp úr
gólfinu, gekk tvö, þrjú skref og studdi fingurgómum vinstri
handar á stigakinnina. Það skein í mjallhvítar tennur milli
rauðra og votra varanna, og augun lýstu í hálfrökkrinu.
— Halldór, eigum við ekki að tala saman í kvöld, eins og
við gerðum í sumar? Hún sagði þetta lágt, en það var hiti
og þróttur í röddinni.
En Halldór svaraði ekki. Hann kiptist lítið eitt við, leit
síðan undan og strauk hendinni yfir ennið, eins og hann vildi
strjúka burt áhrif augnanna, sem á honum hvíldu.
Laufey færði sig nær honum.
— Þú heldur kannske ég muni ekki eftir bænum . . . og
hestunum og kindunum og kúnum og því öllu saman?
Halldór leit snögt á hana. Síðan drap hann höfði og hall-
aði sér upp að hurðinni. Draumkendur blær kom yfir andlit
honum — og það var sem hann starði í gegnum vegginn,