Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 39
Eimreiðin HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY
19
UPP að augunum. ]a, sem hún var lifandi manneskja. Ein-
iómir bankaseðlar! Og svo stórir! Þetta voru víst fleiri,
fleiri þúsund! Hún lét hendurnar síga niður í kjöltu sína og
starði um stund á bókina. Svo lagði hún hana aftur,
smeygði um hana teygjubandinu, hélt um hana báðum hönd-
um og rétti hana síðan að Halldóri. Hann tók þegjandi við
henni, strauk um spjöldin og stakk henni niður á brjóstið-
Augun ljómuðu, bros lék um varirnar og ánægjan skein út
úr hverjum drætti í andlitinu . . . En alt í einu stirðnaði bros-
ið — og hann skotraði út undan sér augunum, eins og hann
uæri hræddur um, að einhver stæði á gægjum. Svo studdi
hann fingrunum á handlegg Laufeyju, hallaði sér áfram og
hvíslaði lágt og því nær biðjandi:
— Mundu, að þetta má enginn lifandi maður vita nema þú!
Hann starði á hana nokkur augnablik, virtist svo verða ör-
u9sur, studdi olnbogunum á hnén og spenti greipar.
Laufey hallaðist upp að steininum. Hún fann enn þá heitan
anda Halldórs leika um háls sér, fann ylinn leggja niður með
heyjunni, niður um ber brjóstin . . . Þurfti hún nú lengur að
yera í vafa: Enginn mátti vita þetta, nema hún, enginn, nema
einmitt hún! Kvíðinn og óþreyjan voru horfin, og heit og
magnþrungin gleði fylti hug hennar: Hún var ekki bara vesa-
l'ngs krypplingurinn. Nei, hún var fyrst og fremst kona, kona,
sem þrátt fyrir alt var ekki öðruvísi en hinar . . .
Halldór horfði á fjöllin hinum megin dalsins. Það var byrjað
að skyggja, og hnúkarnir, sem verið höfðu ljósir og hýrlegir
uieðan sólin skein á þá, voru nú dökkir og dulrammir, eins
°9 þeir vissu eitthvað válegt . . . Langt, langt að baki þess-
ara fjalla voru æskuheimkynni Halldórs, breitt og fagurt hérað,
með fljótum og vötnum og skrúðgrænum skógum. Nú hafði
hann ekki komið þar árum saman, en í vor, í vor mundi
hann flytja þangað fyrir fult og alt. Hvað mundu þeir segja,
þeir, sem höfðu haft hann að bitbeini, þegar hann var ung-
lingur, og hætt hann fyrir heimóttarskapinn og tötrana? Hvað
mundu þeir segja, þegar hann kæmi nú heim og gerði þetta,
sem hann ætlaði sér að gera? Ojú, þeir yrðu líklega svolítið
hissa . . . En þá var bara að gá að sér, að verða ekki bros-
iegur. Það mundi verða bezt að tala sem minst, gefa sig sem