Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 33
EIMREIÐIN
Hún var svo rík, hún Laufey.
Saga eftir Gudmund Gíslason Hagalín.
I.
Laufey var fyrir stuttu komin heim af engjunum. Hún stóð
úti á hlaðinu í Hvammi og þvoði mjólkurföturnar. Það var
ekki hennar verk, hún hafði aðeins tekið það að sér í kvöld
í forföllum annarar. Hún mjólkaði kýrnar á morgnana og var
svo laus við öll búverk á kvöldin.
Hún fór sér að engu óðslega. Hún dýfði burstanum hægt
og rólega niður í vatnið og strauk honum seint, en fast um
botn og stafi fötunnar, sem hún hélt á. Svo skolaði hún hana
vel og lengi, þurkaði hana innan og hvolfdi henni á kálgarðs-
vegginn. Því næst tók hún aðra.
Hún virtist ekki hafa hugann við verkið. Svo var sem
hendurnar hreyfðust ósjálfrátt. Hún starði framundan sér hálf-
luktum augum — og það var höfug ró yfir andlitinu. Við og
við deplaði hún augunum ótt og títt — og kringum munninn
komu djúpir og skygðir drættir.
Ekkert hljóð heyrðist nema mannamál innan úr stofunni.
Þar sátu þeir Jónas bóndi og kaupamaðurinn nýi. Glugginn
var opinn, og Laufey heyrði, að bóndi var að spyrja um bú-
háttu í fjarlægum sveitum. Hann var búforkur mikill — og
með áhugamestu bændum í sveitinni . . . En Halldór kaupa-
maður virtist alt annað en greiður í svörum, enda kendi öðru
hvoru óþreyju og jafnvel gremju í rödd bónda.
Halldór var Austfirðingur. Hann hafði verið kaupamaður hjá
verzlunarstjóranum á Fagureyri. En þar var ekki annað að
slá en túnið — og að túnaslætti Ioknum, hafði Halldór ráðist
að Hvammi. Þar skyldi hann vera til veturnótta.
Hann var maður fámáll og óframfærinn. Hann leit sjaldan
á nokkurn mann, nema eins og af tilviljun, og þá er hann
varð þess var, að einhver horfði á hann, varð hann vand-
ræðalegur og eins og hann ætti sér von á einhverju illu.
Hann gat setið löngum og Iöngum, þá er hann var ekki að