Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Side 33

Eimreiðin - 01.01.1927, Side 33
EIMREIÐIN Hún var svo rík, hún Laufey. Saga eftir Gudmund Gíslason Hagalín. I. Laufey var fyrir stuttu komin heim af engjunum. Hún stóð úti á hlaðinu í Hvammi og þvoði mjólkurföturnar. Það var ekki hennar verk, hún hafði aðeins tekið það að sér í kvöld í forföllum annarar. Hún mjólkaði kýrnar á morgnana og var svo laus við öll búverk á kvöldin. Hún fór sér að engu óðslega. Hún dýfði burstanum hægt og rólega niður í vatnið og strauk honum seint, en fast um botn og stafi fötunnar, sem hún hélt á. Svo skolaði hún hana vel og lengi, þurkaði hana innan og hvolfdi henni á kálgarðs- vegginn. Því næst tók hún aðra. Hún virtist ekki hafa hugann við verkið. Svo var sem hendurnar hreyfðust ósjálfrátt. Hún starði framundan sér hálf- luktum augum — og það var höfug ró yfir andlitinu. Við og við deplaði hún augunum ótt og títt — og kringum munninn komu djúpir og skygðir drættir. Ekkert hljóð heyrðist nema mannamál innan úr stofunni. Þar sátu þeir Jónas bóndi og kaupamaðurinn nýi. Glugginn var opinn, og Laufey heyrði, að bóndi var að spyrja um bú- háttu í fjarlægum sveitum. Hann var búforkur mikill — og með áhugamestu bændum í sveitinni . . . En Halldór kaupa- maður virtist alt annað en greiður í svörum, enda kendi öðru hvoru óþreyju og jafnvel gremju í rödd bónda. Halldór var Austfirðingur. Hann hafði verið kaupamaður hjá verzlunarstjóranum á Fagureyri. En þar var ekki annað að slá en túnið — og að túnaslætti Ioknum, hafði Halldór ráðist að Hvammi. Þar skyldi hann vera til veturnótta. Hann var maður fámáll og óframfærinn. Hann leit sjaldan á nokkurn mann, nema eins og af tilviljun, og þá er hann varð þess var, að einhver horfði á hann, varð hann vand- ræðalegur og eins og hann ætti sér von á einhverju illu. Hann gat setið löngum og Iöngum, þá er hann var ekki að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.