Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 102
82
HUGLEIÐINGAR UM SKÁLDSKAP
eimreiðiN
menn verða fullorðnir, að móttækileikinn er mestur. Þá er
útþráin, æfintýraþráin, vöknuð hjá mönnum, og þeirri þrá
svalar skáldskapurinn að nokkru leyti. En af því að æfintýra-
lönd flestra liggja eingöngu í mannheimum, hrífa sérstaklega
þær tilfinningar hugina, sem þar eru algengastar. Ást, hatur,
allskonar jarðnesk gleði og sorg, — þetta töfrar flesta. En
einnig þaú skáld, sem leggja leiðir sínar um æðri heima eða
aðra heima en mannheima, eins og þeir gerast almennast,
skilja margir á æskuárunum, — umbrota-árunum. Þau ár eru
yfirleitt dásamlegur tími. Þá er alt í vexti og gróðri, þá eru
allir skáld, þótt ekki séu allir spekingar. Þá sjá hin hvers-
dagslegustu augu ódáinsheima og undralönd. Bernskan og
æskan eru gullöldin í lífi einstaklinganna, og það er skylda
mannanna, skylda þjóðfélagsins og hvers einstaks manns, að
sjá um, að sú gullöld geti átt nafn með réttu. Enska skáldið
Wordsworth dró meðal annars vonir sínar um ódauðleik ái
af reynslu sinni á æskuárunum eða minningum framan úr
bernsku, þegar alt var dýrðlegt og alt var nýtt. En jafnvel
fyrir þeim, sem vantar næmleika hans á skilvitlega og yfir-
skilvitlega dýrð, munu bernska og æska ljóma í fegri os
bjartari bjarma en síðari lífsskeið. Þá er engin þörf að leita
skemtana, að leita gleðinnar. Þá er nóg að lifa, og gleðin
kemur sjálfkrafa og óboðin. Bernska og æska eru ímynd hins-
eilífa lífs, — stöðugs vaxtar, sífelt meiri fyllingar, hærri þrár
og dýpri fullnægju. Heill sé þeim, sem varðveita andlega æsku
fram á elli-ár. En jafnvel hinir, sem lífið hefur gert gamla og
harða, sterka og stirðnaða, eiga sér einnig von. Dauðinn
kann að leysa sálir þeirra úr læðingi og veita þeim tækifæri
á að verða ungir í annað sinn.
VI.
Diónýsos Lyaios kölluðu Forn-Grikkir vínguðinn. Lyaios
merkir »leysandinn«, sá, sem leysir úr læðingi. Það gæti verið
nafn á skáldskaparguðinum. Hann leysir tilfinningar manna og
gefur þeim mál. Bundin æsing hugarins er illbærust. Þögul
sorg er þyngst. Þetta hafa skáldin löngum fundið, að skáld-
skapurinn leysir, — að það veitir fró að láta tilfinningar sínar
og geðblæ í ljós. Því segir Egill Skallagrímsson: Þó hefr
Míms vinr mér of fengnar bölva bætr, es et betra telk. Það
var að hans dómi bót við sorginni að geta látið hana í ljós-
En skáldskapurinn fróar einnig öðrum en skáldunum sjálfum.
Menn, sem eru ekki skáld sjálfir, gera orð skáldanna að sín-
um og láta þannig óbeinlínis í ljós hugblæ sinn, harm sinn
og gleði.