Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Side 102

Eimreiðin - 01.01.1927, Side 102
82 HUGLEIÐINGAR UM SKÁLDSKAP eimreiðiN menn verða fullorðnir, að móttækileikinn er mestur. Þá er útþráin, æfintýraþráin, vöknuð hjá mönnum, og þeirri þrá svalar skáldskapurinn að nokkru leyti. En af því að æfintýra- lönd flestra liggja eingöngu í mannheimum, hrífa sérstaklega þær tilfinningar hugina, sem þar eru algengastar. Ást, hatur, allskonar jarðnesk gleði og sorg, — þetta töfrar flesta. En einnig þaú skáld, sem leggja leiðir sínar um æðri heima eða aðra heima en mannheima, eins og þeir gerast almennast, skilja margir á æskuárunum, — umbrota-árunum. Þau ár eru yfirleitt dásamlegur tími. Þá er alt í vexti og gróðri, þá eru allir skáld, þótt ekki séu allir spekingar. Þá sjá hin hvers- dagslegustu augu ódáinsheima og undralönd. Bernskan og æskan eru gullöldin í lífi einstaklinganna, og það er skylda mannanna, skylda þjóðfélagsins og hvers einstaks manns, að sjá um, að sú gullöld geti átt nafn með réttu. Enska skáldið Wordsworth dró meðal annars vonir sínar um ódauðleik ái af reynslu sinni á æskuárunum eða minningum framan úr bernsku, þegar alt var dýrðlegt og alt var nýtt. En jafnvel fyrir þeim, sem vantar næmleika hans á skilvitlega og yfir- skilvitlega dýrð, munu bernska og æska ljóma í fegri os bjartari bjarma en síðari lífsskeið. Þá er engin þörf að leita skemtana, að leita gleðinnar. Þá er nóg að lifa, og gleðin kemur sjálfkrafa og óboðin. Bernska og æska eru ímynd hins- eilífa lífs, — stöðugs vaxtar, sífelt meiri fyllingar, hærri þrár og dýpri fullnægju. Heill sé þeim, sem varðveita andlega æsku fram á elli-ár. En jafnvel hinir, sem lífið hefur gert gamla og harða, sterka og stirðnaða, eiga sér einnig von. Dauðinn kann að leysa sálir þeirra úr læðingi og veita þeim tækifæri á að verða ungir í annað sinn. VI. Diónýsos Lyaios kölluðu Forn-Grikkir vínguðinn. Lyaios merkir »leysandinn«, sá, sem leysir úr læðingi. Það gæti verið nafn á skáldskaparguðinum. Hann leysir tilfinningar manna og gefur þeim mál. Bundin æsing hugarins er illbærust. Þögul sorg er þyngst. Þetta hafa skáldin löngum fundið, að skáld- skapurinn leysir, — að það veitir fró að láta tilfinningar sínar og geðblæ í ljós. Því segir Egill Skallagrímsson: Þó hefr Míms vinr mér of fengnar bölva bætr, es et betra telk. Það var að hans dómi bót við sorginni að geta látið hana í ljós- En skáldskapurinn fróar einnig öðrum en skáldunum sjálfum. Menn, sem eru ekki skáld sjálfir, gera orð skáldanna að sín- um og láta þannig óbeinlínis í ljós hugblæ sinn, harm sinn og gleði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.