Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 54
34
HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEV eimREíðiN
húsinu, gera fólkinu aðvart með einhverju móti. Hún dró sig
saman í herðunum, beit á vörina og titraði og skalf af
áreynslu og sársauka. En henni tókst ekki að komast á hnen
— og svo hné hún út af á ný. Hún lá grafkyr nokkur and-
artök. Svo lyfti hún upp höfðinu, fór með hægri höndina
niður á brjóstið og þreifaði á bókinni. Síðan hnipraði hún sig
saman, lagði aftur augun og stundi.
------Sigfús gamli, faðir bónda, var orðinn svo hrumur af
elli, að hann gekk ekki að útiverkum. Hann hafði herbergi 1
innri enda baðstofunnar, inn af herbergi hjónanna. Hann gerch
lítt greinarmun dags og nætur, svaf oft tímum saman á dag-
inn, en reis kannske upp um miðnæturskeið, tók í nefið, sett-
ist að snæðingi og talaði við sjálfan sig.
Kvöld þetta hafði hann gengið árla til rekkju, og hann
vaknaði skömmu eftir miðnætti. Hann klóraði sér á brjósti og
baki, snýtti sér og stútaði sig á pontunni. Svo seildist hann
upp á hilluna og fann þar ýsuhelming. Hann tók nú að gófla
ýsuna — og stakk öðru hvoru fingrunum niður í smérdollu,
sem hann hafði í rúmshorninu. Hann muldraði í skeggið —
og þegar hann sagði eitthvað, sem honum fanst smellið, velti
hann vöngum og hló.
— 0, maður, maður!
Þá er hann hafði lokið við ýsuhelminginn, tók hann graut-
arskál, sem stóð á hillunni, og skorðaði hana milli fóta sér.
Hann seildist eftir spæni, sem var stungið undir sperruna, eu
tók ekki til snæðings, heldur horfði út í gluggann, gretti sig
í framan og deplaði augunum. Hvaða óskapa birta var þetta?
Hann fleygði frá sér spæninum og setti skálina upp á hill*
una. Svo staulaðist hann fram úr rúminu, studdi höndunum •
gluggakistuna og horfði út. ]a, hver ótætis ósköpin voru þetta
. . . Alt í einu rétti hann sig upp, greip í buxnastrenginn og
trítlaði fram loftið. Svo sneri hann sér við og horfði til glugg'
ans, greip gleraugun af hillunni, setti þau á sig, skaut þeim
upp og niður og skygndist út . . . He, var það eldur? Var
farið að brenna hérna í Hvammi? Hann átti örðugt með að
gera sér grein fyrir þessu. Aldrei hafði brunnið í hans tíð og
ekki í tíð föður hans eða afa . . . ]ú, það var virkilega að
brenna!